Þetta er raunverulegt! – Myndband

Ég man eftir fréttum af stríði og átökum frá því ég var lítil og ég man að mér fannst þetta alltaf svo fjarlægt og óraunverulegt. Jú þetta var að gerast úti í hinum stóra heimi en svo langt í burtu frá okkur að það var varla að „þetta væri að gerast í alvörunni“.

 

Ég tók svona tímabil þar sem ég var hrædd um að Ísland myndi lenda í stríði og það brytist út stríð á Íslandi en það leið hjá eftir sannfæringar og tiltal frá mömmu minni.

Svo þegar ég varð eldri þá fór þetta að síast inn. Lífið og heimurinn er stærra en bara það sem er í kringum mig! Það er enn þann dag í dag að síast inn og ég held að maður yrði í rauninni að fara og upplifa stríð til þess að skilja nákvæmlega hvað þetta er og hvað fólk er að upplifa þarna. Ímyndið ykkur til dæmis að þurfa að sætta sig við það að það voru einhverjir hermenn sem komu og drápu alla fjölskylduna þína, börnin þín. Er það hægt? Er hægt að sætta sig við það og halda áfram? Ég stórefa að maður komi heill frá þessu en samt sem áður eru svona hlutir að gerast, í dag, á okkar tímum.

Við sjáum þetta í sjónvarpinu hérna á Íslandi, í mjúka sófanum okkar, á örugga ískalda landinu okkar þar sem efnishyggjan ræður ríkjum.
Þetta myndband gerði þetta allt saman mjög raunverulegt fyrir mér en það kemur frá New York Times

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here