Þó eitthvað sé flott, þarf það ekki að vera dýrt

 

Ég elska að gera góð kaup, og þess vegna er Fjölsmiðjan ein af mínum uppáhalds búðum þegar kemur að föndri. Með smá hugmyndaflugi þá getur þú tekið virkilega ódýran hlut og breytt honum þannig að allir sem koma í heimsókn munu spurja þig hvar þú hafir eiginlega fengið þetta. En jæja, ég fór sem sagt í Fjölsmiðjuna um daginn, og sjá þessi hnífapör sem hreinlega hrópuðu “gerðu eitthvað úr mér”. Og auðvitað stóðst ég það ekki. Það tók nokkra daga að ákv. hvað ég mundi gera, en þegar hugmyndin var fædd þá keypti ég þennan ramma í Hjálpræðishernum. Svo vantaði mig nýtt bak í rammann og þar koma þessar spýtur sterkt inn.

Ég byrjaði á því að saga spýturnar þannig að þær pössuðu í rammann, svo málaði ég þær turkis grænar (uppáhalds liturinn minn) og þurrburstaði yfir með svörtu. Ég fjarlægði glerið og bakið úr rammanum og málaði hann svartan. Þegar allt var orðið þurrt þá límdi ég spýturnar fastar í rammann.

 

Ég fjarlægði festingarnar aftan af hnífapörunum (sem var miklu auðveldara en ég bjóst við) og “skrifaði” svo á þau “Gjörið svo vel”. Ég notaði sömu málingu og ég málaði spýturnar með og ég hreinlega dýrka hvað þetta poppar upp á hnífapörunum.

Svo límdi ég hnífapörin á sinn stað, erfiðara var það ekki.

SHARE