Þór Gunnlaugsson heilunarmiðill á Hún.is

Þór Gunnlaugsson var í lögreglunni í 43 ár og þegar hann fór á eftirlaun árið 2005 ætlaði hann að fara að stunda golf og annað dúllerí. Honum var hinsvegar ætlað eitthvað stærra og meira verkefni en það.
Þór hafði alla tíð verið mjög næmur án þess að gera sér sérstaka grein fyrir því en árið 2006 fór hann að vinna með þessa náðargáfu sína. Hann hefur síðan þá verið að hjálpa fólki hérlendis og erlendis með allskyns kvilla og veikindi og hefur getið sér gott orð fyrir störf sín.

Þór ætlar að vera með dálk á hún.is þar sem lesendum verður gefin kostur á því að senda honum fyrirspurnir sem hann svo svarar á síðunni. Það er okkur stelpunum heiður að fá þennan merka mann með okkur í lið.

Þór mun svara fyrirspurnum hér á síðunni um allt milli himins og jarðar, mannlífi, hamingju, sorgum, barneignum, barneignarleysi, ofþyngd og fleira. Að sjálfsögðu er fullri nafnleynd heitið. Þú getur sent honum póst á netfangið thor@hun.is.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here