12 merki um að manneskja beiti andlegu ofbeldi – Án þess að átta sig á því

Hvernig veistu hvort manneskja sé að beita þig andlegu ofbeldi? Ein vísbending er að það sé erfitt að vera í kringum manneskjuna. Er erfitt að treysta manneskjunniJæja, er erfitt að vera í kringum manninn? Treystir þú þeim ekki eða berð virðingu fyrir þeim eins og þú vildir að þú gætir gert? Sannleikurinn er sá að þeir sem beita andlegu ofbeldi, ruglar fólkið í kringum sig algjörlega, og fólk veit stundum ekki neitt hvað það á að halda.

Hér eru 12 merki um að verið sé að nota andlegt ofbeldi á þig:

1. Manneskjan segir þér ekki sannleikann á opinskáan, vingjarnlegan og heiðarlegan hátt

Þetta kemur fram í samskiptum þannig að manneskjan segir „já“ en virðist ekki meina það og segir svo „nei“ án þess að virðast meina það heldur. Svo segir hegðun þeirra eitthvað allt annað og fólk verður ringlað og veit ekki hvort það geti treyst því sem verið er að segja þeim.

2. Fólk sem beitir andlegu ofbeldi virðist oft ljúft, samvinnuþýtt og vingjarnlegt – en er virkilega gramt, reitt og smámunasamt

Það eru miklar andstæður innra með svona fólki og þeir sem umgangast þau finnst þau oft vera að ganga af göflunum.

3. Þau eru hrædd við að vera ein og háð öðrum

Þetta getur virkað eins og „Ég hata þig, en alls ekki yfirgefa mig.“ Þau óttast heiðarleg og bein samskipti vegna þau óttast höfnun. Þau hrekja fólkið sem þeim þykir vænt um frá sér, vegna þess að þau vilja ekki láta það sjást að þau þurfa á stuðningi að halda. Þau eru samt á sama tíma skíthrædd við að vera ein og vilja stjórna þeim sem eru í kringum sig svo þeir fari ekki. Mjög ruglingslegt allt saman.

4. Þau kvarta oft yfir því að aðrir séu ósanngjarnir við þau

Í stað þess að taka ábyrgð á því sem þau hafa sagt og hafa sagt „sinn sannleika“ láta þau sig líta út sem (saklausa) fórnarlambið. Þau segja að aðrir séu of harðir við þá, ósanngjarnir, geri of mikilar kröfur á þau og þetta sé óréttlæti.

5. Þau fresta, sérstaklega því sem þau ætla að gera fyrir aðra

Ein leið til að stjórna öðrum er að láta þá bíða. Þau hafa alltaf fullt af afsökunum fyrir því hvers vegna þeim hefur ekki tekist að koma hlutunum í verk. Þau kenna jafnvel öðrum um hvers vegna þetta hefur dregist svona. Mjög ósanngjarnt, en þau gera þetta þó það eyðileggi sambönd, skemmi starfsferil og kosti þau vináttu og störf. Þau segja öðrum hversu réttlætanleg reiði þeirra er, því enn og aftur eru þau fórnarlömb sem aðrir komu illa fram við.

6. Þau gefa aldrei hrein og bein svör

Annað dæmi um hvernig fólk sem beitir andlegu ofbeldi stjórnar öðrum er með því að senda óskýr skilaboð, skilaboð sem láta hinn aðilann vera í algjörri óvissu um hvað þau eru að hugsa, plana og fyrirætlanir þeirra. Síðan nota þau gaslýsingu með því að láta þér líða illa yfir því að þú hafir „túlkað orð þeirra á allt annan hátt en þau meintu þau“.

7. Þau fara í fýlu, draga sig í hlé og sýna óánægju sína

Þau kvarta yfir því að aðrir séu ósanngjarnir og skorti samkennd þegar þau ætlast til þess að hún/hann standi við loforð sín, skyldur eða skuldbindingar. Konur sem nota andlegt ofbeldi aðhyllast aðferðinni að þegja bara til að tjá fyrirlitningu sína. Karla nota frekar djúpt andvarp og hrista höfuðið er þeir ganga í burtu. Báðar aðferðir gefa sömu skilaboð: „Aumingja þú, ruglaða manneskja. Þú ert ekki þess virði að eyða orðum í þig,“ þegar raunverulega ástæðan fyrir hegðuninni er að þau kunna ekki, geta ekki eða vilja ekki taka ábyrgð á eigin hegðun.

8. Þau fela það að þeim finnst þau vera ekki nógu góð

Hvort sem þeim finnist þau sjálf vera að skemma fyrir sjálfum sér – „Af hverju ertu að gera svona óraunhæfar kröfur á mig?“ eða þeim finnist þau of fullkomin til að gera mistök – „Við hvern heldurðu að þú sért að tala?“, þá eru þau skíthrædd um að fá samkeppni og upp komist að þau séu ekki fullkomin.

Þetta er sennilega eitthvað sem hefur fylgt þeim frá æsku.

9. Þau eru oft sein og/eða gleymin

Ein leið til að flæma fólk í burtu er að vera hugsunarlaus, tillitslaus og pirrandi. Og svo, til að setja kóróna þetta mun manneskja sem beitir andlegu ofbeldi, gefa í skyn að óraunhæfar kröfur séu gerðar á þau og þau þurfi að „hugsa um allt“. Að vera alltaf sein/n er vanvirðing við aðra. Að gleyma að gera það sem hefur verið samþykkt er einfaldlega að sýna fram á skort á áreiðanleika.

Hver vill standa í því til lengri tíma?

10. Þau draga lappirnar til að pirra aðra

Enn og aftur er þetta ákveðin aðferð til að stjórna, en munurinn er þó að þau byrja á verkefninu og láta líta út fyrir að þau hafi áhuga á að gera það, en láta svo ganga endalaust eftir því að verkið verði klárað.

Þau geta ekki einu sinni gefið svör um hvenær eða hvort verkið verði klárað.

11. Þau búa til sögur, afsakanir og lygar

Fólk sem beitir andlegu ofbeldi er meistarar í því að forðast það að svara spurningum. Þau munu leggja sig fram um að segja sögu, sleppa upplýsingum eða jafnvel halda aftur af ást og hlýju í samböndum sínum. Það virðist vera að þeim finnist þau leyfa fólki að halda að þeim líki of vel við þau, þá muni þau vera gefa þeim of mikil völd.

Þau vilja frekar vera við stjórnvölinn með því að búa til sögu sem virðist trúverðug, losna við fólk af bakina á þeim og láta veruleikann líta betur út frá þeirra sjónarhóli.

12. Þau verja sig stanslaust svo enginn viti hversu hrædd þau eru um að vera ekki nógu góð

Þú ættir í alvöru að taka smá tíma til að íhuga alla þessa punkta og ef þeir lýsa einhverjum sem þú þekkir ættirðu að taka þetta alvarlega. Þetta gæti hjálpað þér að skilja hvers vegna þú átt í erfiðleikum með persónulegt samband eða vinnutengt samband við svona manneskju. Góðu fréttirnar eru þær að fólk er ekki fætt með þessa tilhneigingu til að beita andlegu ofbeldi. Þessi hegðunarmynstur geta breyst með vissri innsýn, færni og sambandsráðgjöf.

Heimildir: Yourtango.com


Sjá einnig:

SHARE