Hvort sem þú hefur alltaf verið með fíngert hár, það sé farið að þynnast, eða hárið á þér er slappt, þá ættu þessi ráð að koma að góðum notum til að byggja upp og viðhalda heilbrigðu hári.
Snyrtu endana á 4 til 6 vikna fresti
Með því að klippa burtu slitna hárenda þá lítur hárið strax út fyrir að vera þykkara og heilbrigðara.
Hollt mataræði
Heilbrigt mataræði skilar sér í fallegra og heilbrigðara hári. Borðaðu holla og fjölbreytta fæðu og taktu omega-3 og hárvítamín til að hjálpa hárinu að vaxa. Ekki gleyma að drekka nóg af vatni.
Veldu rétt sjampó og næringu
Næst þegar þú ferð í klippingu, fáðu ráðleggingar um hvernig sjampó og næringu þú átt að að nota hversu mikið og hversu oft. Hafðu í huga að íslenska vatnið er verra fyrir fíngert hár, vegna þess að vatnið er mjúkt og getur það valdið því að hárið fitni og sé linara. Það tekur líka lengri tíma að skola sjampó og næringu úr hárinu ef vatnið er mjúkt. Þú skalt því gefa þér góðan tíma til að skola hárið, og jafnvel nota þurrsjampó ef hárið á það til að fitna um of.
Skolaðu burt allar hárvörur
Ekki láta hárvörur sitja of lengi í hárinu án þess að skola þær burt.
Forðastu hita
Aldrei stilla hárþurrkuna á hæsta hita. Þú skalt líka bera hitaverndandi hárvörur í hárið áður en þú blæst það. Hiti þurrkar hárið, brýtur það og klýfur endanna. Forðastu að nota sléttujárn eða krullujárn.
Blástu hárið á hvolfi
Hallaðu þér fram og blástu hárið með höfuðið á hvolfi. Þanngi lyftirðu rótinni og þegar þú stendur aftur upp sérðu að hárið sýnist vera mun meira og þykkara en það er.
Hafðu hárið stutt
Það er auðveldara að láta stutt eða millisítt hár líta úr fyrri að vera þykkara. Auk þess sem þú þarft að fara oftar í klippingu svo klofnir endar og hár sem eru brotin eru klippt í burtu og hárið verður heilbrigðara útlits.
Heimildir: Fréttatíminn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.