Tom Cruise hefur ekki séð dóttur sína í 10 ár

Tom Cruise (60) hefur átt nokkuð farsælan feril í leiklistinni en það er ekki hægt að segja það sama um persónulega lífið hans. Hann á dótturina Suri Cruise, 17 ára, með leikkonunni Katie Holmes (44) en Katie og Tom kynntust árið 2005, giftu sig 2006 og skildu 2012.

Samkvæmt heimildarmanni Page Six hefur Tom ekki séð dóttur sína í 10 ár og hefur ekki haft samband við mæðgurnar. Hann borgar alltaf meðlag og tekur þátt í að borga tannlæknakostnað, skólagjöld og annað slíkt þó hann hitti hana aldrei.

Tom hefur verið mjög virkur í Vísindakirkjunni til margra ára en Katie skráði sig úr kirkjunni þegar hún skildi við Tom.


SHARE