Typpamyndir: Af hverju gera karlmenn þetta?

Typpamyndir. Á Instagram. Tinder. Facebook. Einkamál. Þær eru alls staðar. Skjóta óvænt upp kollinum – öskra framan í grunlausar konur sem væntanlega hafa stofnað reikning á einhverri stefnumótasíðunni og reka upp vein þegar einhver herramaðurinn vendur kvæði sínu í kross og treður einni svellbólginni reðurmynd inn í annars huggulega umræðuna.

Hringir þetta einhverjum bjöllum, stúlkur?

Af hverju gera karlmenn þetta? Skjóta að einni typpamynd út í bláinn – bíða svo átekta og láta jafnvel dónaleg orð fylgja með. Hvað fær karlmenn til að halda að konur falli kylliflatar fyrir tilviljanakenndum ljósmyndum af ókunnum karlmönnum – sem vilja fyrir alla muni bera á sér kynfærin út í bláinn – fyrir konu sem jafnvel er að íhuga kaffihúsaferð með viðkomandi?

Halda karlar að ókunn typpi séu kynæsandi?

Telja karlmenn slíkt árangursríkt? Falla konur fyrir þessu? Er einhverjum hagur í því að senda ljósmynd af tittlingnum á sér til ókunnrar konu sem er nýbúin að opna reikning á einhverri stefnumótasíðunni?

Hvað er málið með alla tittlingana?

Af hverju gera karlmenn þetta? Elizabeth nokkur Segran, sem að öllum líkindum virðist sérfróð um helstu ástæður þess að karlmenn rífa niður um sig buxurnar, smella lóknum í lófann og taka svo nokkrar vel valdar ljósmyndir sem þeir viðra fyrir netheimum tók ágætan sprett á Refinery 29 fyrir skemmstu. Tilgáturnar eru skemmtilegar, nokkur nærri lagi og verðar umfjöllunar.

.

screenshot-fsre.nl 2015-03-19 23-27-51

Þetta er hreinn og klár dónaskapur – og þeir vita fullvel af því:

Typpamyndir – dónalegar, blátt áfram og ögrandi – veita sumum karlmennum þá tilfinningu að þeir séu við völd. Einhverjir vilja einfaldlega stuða – ögra – valda óþægindum. Ófáir þeirra hafa árangurslaust reynt að ná athygli kvenna á netinu með engum árangri. Typpamyndin er því birtingarmynd reiði. Þeir eru svekktir.

Konur á einkamálasíðum eru ekki alvöru konur – þær eru bara myndir á skjá. Og engin þeirra vill tala við karlmanninn með typpið – nema þær sem öskra OJ og senda svo móðgunaryrði til baka. Slæm athygli er betri en engin athygli.

.

grateful

Sumir þeirra halda að þú þráir typpamynd – jafnvel þó þú hafir ekki sagt neitt:

Ófáir karlmenn eru ekki með þennan hlutann á hreinu og sumir halda að konur vilji jafnvel typpamyndir, þrái slíkar ljósmyndir á laun. Segi bara ekki frá því. Þarna er klámvæðingunni um að kenna – þeir halda sumsé að óumbeðnar typpamyndir séu í raun og veru bara ókeypis klám – að allar konur séu viðstöðulausir klámfíklar sem elski að horfa á ókunn typpi.

 .

A_Thank_you_sign

Aðrir líta svo á að um tillitsemi og nærgætni sé að ræða …

Svo eru það þeir sem misskilja þetta alveg – telja í raun og veru að ekkert gleðji konu meira en typpamynd. Þrútin, ókunn, jafnvel asnaleg typpamynd af ókunnum manni. Þetta eru einfaldir karlar sem þrá í raun að sjá allar konur naktar – telja að ef þeir ríði sjálfir á vaðið og sendi ljósmynd af vininum – þá hljóti konan að afklæðast sjálf og smella nokkrum vel völdum myndum af sínu allra heilagasta. Og senda svo umsvifalaust til baka. Í þakklætisskyni.

.

Young happy woman blinking eye, studio shot 

Þeir halda í alvöru að þú sendir ljósmynd til baka …

Þá erum við komin að þeim alræmda misskilningi að konan skuldi ókunnum karli nektarmynd (umsvifalaust jafnvel) ef typpamyndin flögrar af stað. Að kona sem sjái öskrandi getnaðarlim á símaskjánnum andvarpi og hugsi … „Jæja, þá ríf ég mig úr nærbuxunum og smelli af vinkonunni, hann er búinn að sýna mér sitt”. Þessir karlmenn eru líka á þeirri skoðun að veiti þeir konu gælur eða slái henni gullhamra, sé hún þegar komin í skuld við vininn. Þetta er einfaldur misskilningur sem byggir á ranghugmyndinni: „Jâ, ég væri sko alveg til í að sjá ofan í nærbuxur hjá henni, svo það er best að ég rífi vininn út og sendi henni eina mynd í bestu fáanlegu gæðum …”

 .

Smiling woman text messaging on cell phone

Undarlegt nokk; til eru konur sem kippa sér ekkert upp við þetta?

Svo eru til þær konur sem kippa sér ekkert upp við ókunnar typpamyndir – sem flæða inn í símann fyrir hádegi á ljúfum vikudegi – gegnum stefnumótasíður. Frá ókunnum körlum sem veita örvæntingarfullir út í loftið og eru reiðubúnir að gera hvað sem er, til að ná athygli konu.

Það eru þessar sömu konur sem gera leikreglurnar óskýrar – því þær hinar sömu kjósa og vilja fá typpamyndir. Og það er allt í lagi! Konur koma í öllum stærðum og gerðum og það sem einni finnst gott þarf hinni næstu ekki að þykja jafn skemmtilegt. En það er einmitt málið. Öll erum við einstök að gerð og þó ein kona kunni að meta typpamyndir, þarf hin næsta ekki að vera á sama máli.

Þann lærdóm má svo aftur draga af umfjöllunum sem þessum – að varlega skyldi stíga til jarðar og í velflestum tilfellum halda vininum inni í buxunum fyrst um sinn.

Tengdar greinar:

KLÁM: Fjórar ástæður þess að klám er konum hollt

Kynlíf: Kryddaðu það örlítið á degi elskenda – 10 hugmyndir

Hvað er kynlífsfíkn? – Þarf ekki að vera á afbrigðilegu sviði

SHARE