Þetta ömurlega stríð ætlar víst engan endi að taka, eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar 2022. Hryllingurinn og ógeðið sem hefur farið þarna fram er ólýsanlegt og við eigum eflaust ekki eftir að fá að heyra allan sannleikann fyrr en eftir stíðið, þegar það endar loksins.
Þessi unga kona er ein af þeim hetjum sem berjast fyrir heimaland sitt, Úkraínu, en um það bil 1/5 hluti hersins í dag eru konur. Magnaðar konur sem eru hugaðri en ég nokkurn tímann. Hún heitir Evgeniya Emerald og við fáum að skyggnast inn í hennar veruleika í þessu viðtali.
Sjá einnig:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.