Uppboð á málverkum Brands – Göfugt málefni

Á dögunum sögðum við ykkur frá verkefninu Bucketlist en það voru þeir félagarnir Brandur Bjarnason Karlsson og Gísli Steinar Jóhannesson sem fóru af stað með það.

Brandur á sér þann draum heitastann þessa dagana að komast í svifvængjaflug og segist hann hafa fengið hugmyndina að svifvængjafluginu úr frönsku myndinni Intouchable. „Fyrir fólk í minni stöðu er svo lítið hægt að gera,  en mig langaði að gera eitthvað spennandi,“ segir Brandur, en þeir Gísli og Brandur ætla sér að láta þennan draum verða að veruleika. Til þess þarf að smíða sérstakan flugstól sem tekur fallið af Brandi við lendingu. Hanna þarf kerruna sérstaklega með þarfir lamaðra í huga, og er slík smíði kostnaðarsöm. Stefna þeir félagar á flug um miðjan júlí en til þess þarf fjármagn til stuðnings verkefninu. Gísli Steinar hyggst nýta flugstólinn áfram og bjóða fleirum lömuðum og fötluðum í flug, þeim að kostnaðarlausu, svo lengi sem til verða peningar í sjóðnum.

Gísli og Brandur hafa sett af stað söfnun til þess að fjármagna þetta og eitt af því sem þeir ætla gera er að selja málverk Brands, sem hann málar, með pensilinn í munninum. Málverkin verða boðin upp á Bland.is á fimmtudaginn, en fimmtudagar eru uppboðsdagar á Bland. 

Til þess að skoða uppboðin þá geturðu klikkað á myndirnar hér fyrir neðan:

20140603162116_0

20140603162503_0

Föstudaginn 6. júní klukkan 17:30 verður svo haldin styrktarsýning á myndinni Intouchables í Háskólabíó til styrktar smíði á flugstól fyrir Brand.

Miðar eru í sölu á midi.is. Verðið er 1500 kr.

[vimeo width=”96451198″ height=”” video_id=””]

SHARE