Uppskrift: Brúntertumöffins Ebbu Guðnýjar

Fljótlegt “brúntertumöffins”

3 hamingjusöm egg

1 dl kókospálmasykur

¼ tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar

2 msk lífrænt hunang eða hlynsýróp

3-4 msk hreint kakó

3 tsk vísteinslyftiduft

100 gr smjör (eða 40 gr smjör og 40 kókosolía EÐA 60 gr kókosolía (fljótandi; krukkan sett í heitt vatnsbað))

200 ml kókosmjólk (ég kaupi þessa í bleiku fernunum í Bónus – hún er aukaefnalaus)

3 dl fínmalað spelt & 1 dl grófmalað spelt

 

1.    Þeyta vel saman egg og sykur með vanillunni

2.    Bæta hunanginu/agave sýrópinu út í og hræra aðeins

3.    Bæta við öllum þurrefnunum og hræra saman við rólega

4.    Bræða smjörið/kókosolíuna og bæta út í ásamt kókosmjólk og hræra saman en hræra samt sem minnst

5.    Setja í lítil muffins form, þetta gera um 12-16 muffins

6.    Bakað við 180 gráður í um 10 mínútur

 

*Þið getið gert eina heila köku líka og þá þurfið þið að baka hana í um 18 mínútur.

 Forsíða-250x300Covermyndir-nr.78-200x300-200x300

Einfalt súkkulaðikrem

 3 dl flórsykur

1,5 dl rjómi, mjólk eða bara heitt vatn (jafnvel heitt vatn með smá smjörklípu út í)

smá vanilluduft

4 msk hreint kakó

Hrært saman og krem “doppur” settar á hverja muffins er þær hafa kólnað aðeins.

 

Súkkulaðikrem sem hækkar blóðsykurinn minna en flórsykurskremin gera:

70g lífrænt hlýnsýróp

70g brætt smjör

5 msk lífrænt kakó

Hrært saman, kælt ögn, smurt á … (en þetta krem lekur, er þynnra en hitt!:)

 

Á heimasíðu Ebbu hér er hægt að finna uppskriftir að öllum uppáhaldssjeikum hennar, þeir eru dásamlega holl, fljótleg og góð máltíð í glasi.

Þar er einnig í boði app fyrir Iphone og Ipad  hér þar sem finna má einfaldar uppskriftir að hollum og næringarríkum barnamat fyrir börn frá 6-12 mánaða sem og uppskriftir fyrir alla fjölskylduna. Innkaupalisti fyrir búðina fylgir með. Mjög einfalt og þægilegt í notkun.

SHARE