Vefjagigt – Hvað ættirðu EKKI að borða?

Næmni fyrir sársauka er vel þekkt einkenni vefjagigtar. Það sem er minna talað um er að þeir sem eru með vefjagigt eru mjög næmir fyrir ýmsum efnum, til dæmis í matvælum.

Það er mjög mikilvægt að fylgja bólgueyðandi mataræði og vera meðvitaður um hvað maður setur ofan í sig, því það getur gert kraftaverk fyrir fólk með vefjagigt og minnkað einkennin til mikilla muna.

Hér er smá listi sem gott er að hafa til hliðsjónar ef þú ert með vefjagigt:

Matvæli sem líkleg eru til að gera einkenni verri

Eftirfarandi fæðutegundir geta aukið bólgur og/eða aukið viðkvæmni við ákveðnum matvælum:

Sykur

Að draga úr eða sleppa sykri getur haft veruleg áhrif á heilsuna af tveimur ástæðum:

  • Í fyrsta lagi hafa rannsóknir sýnt fram á að það, að borða mat sem inniheldur mikið af sykri ýtir undir vefjagigtarverki.
  • Í öðru lagi hjálpar takmörkun á neyslu á sykri við að halda þér í kjörþyngd. Ofþyngd veldur auknu álagi á líkamann, eykur þreytu og uppsöfnuð fita getur leitt til bólgna í sumum tilfellum. Sykur er vel þekkt innihaldsefni í nammi og gosdrykkjum, en er einnig í matvælum sem teljast hollir — eins og jógúrt. Þegar þú skoðar innihaldslýsingar er gagnlegt að vita að glúkósi, frúktósi og súkrósi eru önnur nöfn yfir sykur.

Kolvetni

Kolvetni eins og þau sem eru í kexi, brauði, bakkelsi og hvítum hrísgrjónum, fara hratt í gegnum meltinguna og valda því að blóðsykurinn rýkur upp. Það varir þó ekki lengi því blóðsykurinn lækkar fljótlega og einstaklingurinn verður svangur aftur. Þessar sveiflur í blóðsykri geta aukið þreytu og verki vegna vefjagigtar verri, og stuðlað að ofáti.

Þegar kolvetni er borðað ætti að velja heilhveiti, en það meltist hægar og dregur því úr hækkun og lækkun í blóðsykri sem verða oft þegar kolvetna er neytt.

Í einni lítilli rannsókn sem gerð var konum sem voru með vefjagigt og iðrabólgu (IBS) og/eða fæðuóþol (Margir með vefjagigt hafa einnig iðrabólgu.) Þegar konurnar drógu úr neyslu á tilteknum kolvetnum kom í ljós að einkenni iðrabólgu minnkuðu um 50% og önnur einkenni eins og verkir minnkuðu um 22%. Kolvetnin í rannsókninni voru til að mynda kolvetni sem innihalda laktósa (efni í mjólk og mjólkurvörum), frúktósa (í sumum ávöxtum og grænmeti, hunangi og öðrum sætuefnum) og korni en þau frásogast ekki vel í smáþörmunum.

Unnin matvara

Sykur og óholl fita, sem eykur bólgur, eru undirstaðan í flestum unnum matvörum. Bragðefni og rotvarnarefni sem oft eru notuð í unnar matvörur getur einnig komið af stað allskyns óþoli við mat.

Óholl fita

Jurtaolíur, eins og maísolía, safflúrolía og hnetuolía, auka bólgur í líkamanum, sérstaklega þegar þær eru notaðar til að steikja mat. Í læknaritum er sagt frá því að tenging hafi fundist milli steikts matar og versnun á einkennum vefjagigtar. Þessar óhollu olíur eru algeng innihaldsefni í mörgum unnum matvælum, svo sem kökum, bakkelsi og kexi. Pizzur og ostar eru einnig helstu uppsprettur óhollrar fitu.

Áfengi

Þó sumar rannsóknir hafi leitt í ljós að hófleg áfengisneysla geti dregið úr einkennum, segja sumir með vefjagigt að áfengi láti einkenni blossa upp. Það að drekka áfengi á meðan þú tekur ákveðin lyf sem ávísað er við vefjagigt – eins og krampalyf, þunglyndislyf og asetamínófen (efni í mörgum lyfjum) geta valdið skaðlegum aukaverkunum.

Hér er listi yfir nokkur matvæli sem geta aukið einkenni vefjagigtar. Listinn er alls ekki tæmandi:

  • Glúten
  • Rautt kjöt
  • Ávextir og grænmeti sem falla undir „nightshade family“ geta valdið auknum einkennum. Má þar nefna: tómata, kartöflur, græn paprika og goji ber.
  • Mjólkurvörur
  • Egg
  • Koffín

Skoðaðu viðbrögð líkamans við ákveðnum matvælum

Ef þú borðar mat sem virðist auka einkenni vefjagigtar er góð leið til að athuga hvort einkenni tengist því sem þú borðaðir. Prófaðu að taka út þessa matvöru í nokkrar vikur og sjá hvort það minnki einkennin. Það getur verið gott að halda matardagbók og með því, finna hvað þú ættir að taka út og hverju þú ættir að halda inni í mataræði þínu.

Heimildir: arthritis-health.com

SHARE