Verðum við aldrei nógu góðar?

Útlit kvenna virðist alltaf vera á milli tannanna á fólki. Allir vilja skipta sér að því hvernig við lítum út og gagnrýnin er mikil. Þessi er of feit og þessi of mjó. Stelpan í búðinni var alltof hvít en gellan á fitness pallinum allt, alltof brún. Jóna hitti Stínu í sundi um daginn og Stína hafði greinilega ekki rakað sig að neðan síðan hún átti barnið. Það má gagnrýna allt, meira að segja okkar heilögustu  parta.
Það má ekki lengur raka sig að neðan heldur verðum við allar að hoppa í brasilískt vax en það má ekki taka of mikið. Meira að segja skapabarmarnir fá ekki frið og hafa konur nú áhyggjur af því að vera með of stóra barma.

Það er ekki lengur nóg að rífa upp skapahárin með heitu vaxi og láta skera í klofið á okkur til að fullkomna útlitið heldur hefur fyrirtækið Clean and Dry hafið auglýsingaherferð sem segir okkur að píkan á okkur sé allt ofbrún. Já, það er víst hægt að vera með alltof brúna pjöllu en örvæntið ekki kæru lesendur. Það er hægt að kaupa sápu frá Clean and Dry sem lýsir upp húðina á einstaka staðnum okkar og kemur okkur í frábært skap.
Sjáið bara auglýsinguna.

SHARE