Viðbjóðslegustu pinnahælar heims

Enginn vafi leikur á að pinnahælarnir þessir eru einir viðbjóðslegustu kvenskór í heimi. Fagurbleikir að lit með 10 sentrimetra hæl og skreyttir mannshárum, hafa támjóir skórnir umtöluðu tekið tískublogg víðsvegar um veröldina með trompi og þá ýmist nefndir viðbjóðslegir, ógnvekjandi og forljótir.

Sjálf listakonan og hönnuður hryllingsskónna svonefndu, Zhu Tian, hefur hins vegar neitað að gefa upp hvaða líkamshluta mannshárin ógeðfelldu tilheyra og hefur það eitt þótt sveipa skóparið enn meiri dulúð.

.

zhu-tian-hairy-shoes-designboom-05

.

Támjóu pinnahælarnir fara þó ekki á almennan markað og eru engar líkur á að nokkur kona muni storma glaðbeitt móts við næturlífið íklædd viðbjóðnum, því skórnir eru hluti af innsetningu og þannig tók listasafn í London nýverið þá ákvörðun að færa gestum til sýningar; skóskúlptúrinn sem eflaust mun vekja upp blendnar kenndir hryllings, forvitni og geðshræringar.

.

zhu-tian-hairy-shoes-designboom-04

.

Hver var þá tilgangurinn með þessum annars forvitnilega viðbjóði? Jú, hörundsleitur skóskúlptúrinn, sem mótaður var úr silíkoni og skreyttur mannshárum – er ætlað að deila á annarleg kynlífsblæti mannskepnunnar og vekja upp spurningar um kyneðli, aðlöðun og lostafullar kenndir.

.

screenshot-hun.moi.is 2015-01-05 17-15-49

.

Sjálf líkir Zhu, sem hefur hlotið verðlaun fyrir skúlptúrlistaverk sín, pinnahælum við pyntingartól:

Tilgangurinn var sá að grandskoða og kryfja til mergjar það kynferðislega blæti sem tengist pinnahælum í neyslumenningu.

Þannig vill hún meina að notkun pinnahæla sé ekki ólík reyrðum fótum kínverskra kvenna á öldum áður – en til forna þótti ekkert fegurra á kínverskri grundu en að sjá konu með örsmáa fætur og voru fætur kvenna því reyrðir svo bein brotnuðu og fæturnir afmynduðust:

Í þá daga þóttu örsmáir fætur kvenna hrikalega kynþokkafullir en slíkt hið sama myndi teljast óeðlilegt og viðbjóðslegt í dag. En pinnahælar geta unnið varanlegan skaða á fótum kvenna – því spyr ég nú – mun almenningur líta um öxl að hundrað árum liðnum og láta sambærileg orð falla um pinnahæla nútímans og við gerum í dag um reyrða fætur kvenna í Kína til forna?

Langar þig að bera skónna augum? Ef leiðin liggur til Lundúna á næstu dögum, þá skaltu bregða undir þig betri fætinum og líta við á Young Gods 2015 Exhibition í Griffin Gallery sem hefst þann 8 janúar og stendur yfir til 6 febrúar 2015.

BBC greindi frá

Tengdar greinar:

Hamingjusamasta píka heims er harðbönnuð – Myndir

Ber hún ábyrgð á útlitsdýrkun nútímans? – Bréf frá lesanda

Láta stytta tær sínar til að passa í skóna – Öskubuskuaðgerðin

SHARE