Vor organics vörurnar eru lífrænar húðvörur án parabena, ilmefna og erfðabreyttra efna og það er eitthvað sem hin íslenska nútímakona leggur mikið upp með.

Íslensk náttúra er í sérflokki hvað varðar hreinleika og gæði og eru vörurnar unnar úr íslensku vatni, íslenskum þara, villtum aðalbláberjum og lífrænum jurtum. Þar að auki innihalda sumar tegundir virk efni eins og hyaluronic acid til að vinna gegn öldrun húðarinnar.  Vörurnar komu fyrst á markað árið 2012 og fengust á nokkrum snyrtistofum til að byrja með og hafa vörurnar þróast í samvinnu við snyrtifræðinga.

VOR vörulínan er breið og hægt að fá bæði dag- og næturkrem fyrir mismunandi húðgerðir, hreinsimjólk, andlitsvatn, varasalva og andlitsmaska í línunni.  Þess má geta að einnig var þróuð sér vörulína fyrir  snyrtistofur til að bjóða upp á lífrænar dekurmeðferðir.

Við ætlum að gefa tveimur heppnum lesendum annað hvort dag- eða næturkrem í bláberjalínunni og það eina sem þú þarft að gera til að vera með, er að setja í athugasemd hér fyrir neðan „VOR Dag“ eða „VOR Nætur“ og þú ert komin í pottinn. Drögum á mánudag. 

 

VOR bláberjalína

Screen Shot 2015-03-19 at 11.47.05 AM

Bláberja dagkrem (lífrænt)

Andoxunarríkt og nærandi dagkrem sem hentar vel undir farða.  Gefur húðinni aukinn raka og fyllingu og ver hana gegn sindurefnum.    Sindurefni úr umhverfinu geta haft áhrif á ótímabæra öldrun húðarinnar.  Til að geta varist árásum sindurefna þurfa frumur líkamans að hafa andoxunarefni.  Bláber hafa þann eiginleika og auk þess að vera andoxunarrík eru þau talin auka collagen framleiðslu húðarinnar á náttúrulegan hátt.   Bláberja dagkremin innihalda íslensk aðalbláber úr Dýrafirði og undraefnið Hyalunoric acid sem bindur raka í húðinni og gefur henni aukna fyllingu.  Dagkremin fást fyrir þurra húð og einnig fyrir venjulega-feita húð.  Sannkölluð lúxuskrem í hæsta gæðaflokki og fyrir þær sem gera kröfur.

 Screen Shot 2015-03-19 at 11.47.17 AM

Bláberja næturkrem (lífrænt)

Andoxunarríkt og græðandi næturkrem sem inniheldur GLA fitusýrur.  Tilvalið vetrarkrem fyrir konur með þurra húð, þurrkubletti, háræðaslit og húðvandamál eða vilja bara næra húðina án þess að hafa vandamál.   Næturkremið inniheldur íslensk aðalbláber og vallhumal sem er talin afar græðandi jurt fyrir þrálát sár og hið besta hrukkumeðal.  GLA fitusýrur hafa þann eiginleika að gera við húðina þannig að hún nái sínu jafnvægi fyrr.  Inniheldur einnig undraefnið hyalunoric acid sem vinnur vel gegn hrukkum.  Dásamleg vellíðan og róandi næturkrem.

 

Ebba Guðný mælir með VOR vörum!

 

Fékk krem að gjöf frá VOR og ég EEELSKA það, svo yndislegt að bera það á sig  Lyktarlaust, mjúkt og nærandi & smýgur vel inn í húðina. 

Þúsund þakkir fyrir. 

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsukokkur, bókaútgefandi og fyrirlesari.

 

 

“Ég hef alla tíð verið vandlát með andlitskrem. Nú hef ég notað bláberja dag- og næturkremin frá VOR snyrtivörum í 2 ár og finnst þau frábær. Þau fara einstaklega vel með húðina enda búin til úr náttúrulegum efnum. Margar vinkonur mínar hafa einnig notað VOR kremin og þær eru allar jafn ánægðar og ég”.

 

Þórhildur Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur

 

https://www.facebook.com/vor.snyrtivorur

www.facebook.com/vororganics.is

www.vororganics.is

 

 

 

 

SHARE