Vinnusemi, áföll og missir – Viðtal við Hilmar Frey

Seinustu mánuði hef ég verið að taka viðtöl við allskonar magnaða einstaklinga í hlaðvarpsþáttunum Fullorðins. Stundum hef ég verið ein að taka viðtöl og stundum með meðþáttastjórnanda mínum, henni Alrúnu.

Ég hef verið svo heppin að fá til mín litríkan hóp af fólki sem allt á það sameiginlegt að eiga sér einhverja sögu. Ég hef nefnilega brennandi áhuga á fólki og ég held að allir eigi sér áhugaverða sögu, sem einhver, einhversstaðar þarna úti, hefur áhuga á.

Í seinasta þætti tók ég viðtal við mann sem ég þekki orðið mjög vel. Hann er vinur minn og fjölskyldan hans er orðin okkur fjölskyldunni mjög kær. Hann heitir Hilmar og er einn af þeim sem hefur þurft að flýja heimilið sitt í Grindavík, vegna jarðhræringa. Hann hefur barist fyrir því að fá hjálp fyrir Grindvíkinga og segir frá því í viðtalinu. Hann hefur líka gengið í gegnum mörg önnur áföll í lífinu eins og að missa pabba sinn mjög skyndilega, að missa mömmu sína úr krabbameini og systur sína sem tók sitt eigið líf á Nýársnótt fyrir nokkrum árum síðan. Sú stelpa var vinkona mín og var mér afskaplega kær og það var ekki fyrr en í kjölfar andláts hennar sem við Hilmar og eiginkona hans urðum vinir.

Hilmar segir okkur frá því að hann var alinn upp við að vera vinnusamur og segir að hann hafi unnið yfir sig fyrst þegar hann var 17 ára.

Hér er brot úr þessum einstaka þætti og ég mæli með því að þið hlustið og splæsið í eins og einn mánuð í áskrift. Kostar minna en bíóferð eða 1.090 krónur. Engin binding og fullt af þáttum til að hlusta á í sumarfríinu.

SHARE