Vorum við ástfangin af hugmyndinni að vera ástfangin?

Í heiminum búa 7,9 billjónir manna samkvæmt nýjustu tölum 2023. „Hvers vegna ertu einhleyp/ur?“
Ég hef oft fengið spurningar á þessum toga í gegnum árin „Ertu að deita?“, „Ertu á Tinder?“, „Ertu svona erfið?“ Jafnvel hef ég heyrt um mig að ég sé dýr í rekstri. Þrátt fyrir að ég hafi nánast alla tíð séð fyrir mér sjálf þar sem að ég flutti að heiman mjög ung og unnið alla tíð hart að mínu.

Ég held að ein staðreyndin sé sú að við gefum okkur lítinn tíma fyrir slíkar hugleiðingar, kannski þú líka? Við búum á landi þar sem aldrei gefst tími, „Brjálað að gera.” Allir með sæti í hraðvagninum.
Kannski er það líka svarið við því af hverju við eigum erfitt með að tengjast, eða eru það nýjar samskiptaleiðir samfélagsmiðla sem leiða okkur í dilk. Þó hefur mér persónulega ekki þótt alslæmt að vera ein, það er einfaldara á sumum sviðum.

Kannski stundum erfið…
Páll postuli skrifaði örlítið um sambönd í Korintubréfi 7 sem er áhugavert að lesa, en þó valdi hann sjálfur að vera einn og virtist vera sáttur við þá ákvörðun.
Er ekki ágætt að vera bara ein/? Eða er það ótti við yfirþyrmandi tilfynningu sem sum okkar upplifa um leið og við dýfum tánni í þennan markaðs-poll að þá finnum við okkur drukkna, þrátt fyrir að við upplifum grunnt úrval?

Eru kannski ekki allir gerðir til að vera í sambandi? Eða er samfélagið orðið svo rotið að innan, að fólkið er farið að lofa sjálft sig og veraldlega hluti meira en vin í þessum heimi?
Höfum við mörg tapað þessum eiginleika eða erum við komin svo langt frá tengslum við sjálf okkur og aðra að við kunnum ekki að deila lífinu lengur. Erum við farin að fjarlægjast það mannlega í okkur? Er það yfir höfuð mannlegt að verða ástfanginn?

„Hver gæti svo sem TRUFLAÐ MIG í amstri dagsins eða bankað óvænt uppá á naglastofunni? Mætt í Buttlift tíma eða rekist á mig í búðinni og gripið athygli mína þegar að ég horfi stöðugt á markmið mín og hef slíka ábyrgð að fæða og klæða þrjá” Er þetta staðan?

Hvert fór stefnumóta menningin?
Er það ekki orðið allt of algengt að fólk vill einungis sleikja kremið af kökunni, velja sér þær sneiðar sem henta án þess að borga. Er of mikið úrval á kökuhlaðborðinu? Hefur nútíma samfélagið ekki sannað fyrir okkur að við getum skipt auðveldlega gömlu fyrir nýju? Þráum við ekki lengur ástina? Er hægt að stjórna henni? Er hún raunverulega til? Erum við hætt að treysta eða getað treyst? Eða erum við aðeins upptekin af nautninni? Hvar er tryggðin? Erum við uppfull af ótta og meðvirkni? Höndlum við ekki að takast á við sjálf okkur og bera ábyrgð á eigin tilfinningum? Eða erum við eins og rófulausir hundar í leit að eitthverju til að „laga” okkur?

Hef ég tíma til að verða mögulega særð?
Láta af tíma okkar fjölskyldunnar? Eða markmiðsins? Mistakast? Eða er það dýpra? Langrækin ótti við höfnun frá blautu barnsbeini? Álit annarra? Er betra í boði? Er ég kannski á hlaupum undan sjálfri mér. Hef ég raunverulega gefið ástinni tækifæri? Vorum við bara “ástfangin af hugmyndinni að vera ástfangin”

Ef ég rétti þér blómið mitt, mun það lifa? Ert þú rétta umhverfið? Hefur þú þekkinguna sem þarf til að halda því lifandi eða munt þú vannæra það? Myndir þú skipta því út ef það blómstrar ekki eins hratt og þú reiknar með? Myndir þú passa að staðsetja það við ljós og vökva? Get ég treyst þér fyrir því að það deyi ekki, því að á mínu blómi vaxa tvö önnur blóm sem munu taka við af mér og þykir mér enn vænna um þau. Treystir þú mér fyrir þínu blómi? Er ég fær um slíka ábyrgð?

Kannski hljómar þetta allt „írónískt“ og minnir ykkur á þegar að Þórbergur Þórðarson ætlaði að láta draum sinn rætast og setjast á skólabekk, ég veit það ekki… Hvað þýðir það að vera ástfangin? Ef ég veit það ekki sjálf fyrir mína parta…Hver veit það þá…?

Still figuring It out

SHARE