YNDISLEGT: Bratz dúkkurnar eru dásamlegar án andlitsfarða

Þær eru ekki nýjar af nálinni, Bratz dúkkurnar sem hún Sonia endurgerir. Sjaldan er hins vegar góð vísa of oft kveðin og þannig þjóna þessar litlu elskur sem þörf áminning um hvað það er sem raunverulega gæðir lífið fegurð; einfaldleikinn og einlægnin.

 bratzmakeover

Sonia, sem segir frá í myndbandinu hér að neðan – er búsett í Tasmaníu og lifir fábrotnu daglegu lífi. Allt frá því Sonia var barn að aldri hefur hún haft sérstakt dálæti á dúkkum og þannig stóðst hún ekki freistinguna þegar hún fann nokkrar lúnar og notaðar Bratz dúkkur á flóamarkaði fyrir einhverjum árum síðan.

 tree-change-dolls-repainted-bratz-cool-mom-picks

Hefði Soniu grunað hvaða bylgju hún hratt af stað við eldhúsborðið heima hjá sér, þegar hún hófst handa við að strjúka stríðsmálninguna framan úr dúkkunum og gæða þær fíngerðari andlitsdráttum – ef henni hefði aðeins grunað að allir helstu miðlar heims ættu eftir að fjalla um uppátækið, að Etzy verslun myndi rísa og að aðdáendur ættu eftir að elta hana á röndum … ef henni hefði bara grunað!

Yndislegt ævintýri, gullfallegt uppátæki og magnaður boðskapur:

Tengdar greinar:

Beyoncé rekur upp herör gegn útlitsdýrkun: #WHATISPRETTY

„Fólk skellir bara orðunum fram og pælir ekkert í innihaldinu!“

Kristina Pimenova er yngsta ofurfyrirsæta í heimi

SHARE