10 merki um að hann vilji BARA kynlíf

Hagkvæmnissambönd (Friends With Benefits) eru vel þekkt. Ef samþykki beggja liggur fyrir og báðir aðilar ganga inn í slíkt fyrirkomulag með opin augu, er ekkert því til fyrirstöðu að eiga leikfélaga sem hægt er að njóta þegar báðum hentar.

En stundum, bara stundum, koma karlmenn einfaldlega ekki hreint til dyranna og stundum halda konur í þá veiku von að þægileg vinátta sem að mestu grundvallast á kynlífi og leikjum í svefnherberginu muni einn góðan veðurdag þróast og verða að raunverulegu ástarsambandi.

Hér fara nokkur merki þess að elskhuginn sé bara á höttunum eftir kynlífi – að engin von sé til þess að sambandið muni þróast í þá átt sem ástfangnar turtildúfur vonast til:

booty-call-2

1. Hann hringir bara eða sendir SMS seint á kvöldin. Það er nokkuð augljóst að karlmaður sem tekur aldrei upp símann að degi til, sendir aldrei skilaboð fyrir en um eða rétt eftir miðnætti er ekki í leit að nánari kynnum. Hann er bara að hugsa um eitt; kynlíf með þér. Sem væntanlega er unaðslegt að hans mati, annars hefði maðurinn ekki tekið upp tólið í fyrsta lagi. En hann er ekki í leit að sambandi, þessi.

 

screenshot-photos2.demandstudios.com 2014-12-03 12-52-37

2. Hann bregst pirraður við þegar þú býður honum í kaffi og BARA í kaffi. Hann mætir ólmur yfir. Glaðbeittur á svip og hlammar sér í sófann. En þegar upp fyrir manninum rennur að það er bara kaffi í boðinu og að þig langar í raun og veru bara til spjalla; njóta nærverunnar, verður hann skyndilega örmagna, upptekinn og annars hugar – ef ekki bara örlítið pirraður – og drífur sig heim. Môðgaður á svip.

 

screenshot-cdn2-b.examiner.com 2014-12-03 12-59-48

3. Þú hefur aldrei verið kynnt fyrir vinum hans. Hér er ekki verið að meina að þú sitjir og þambir bjór með strákunum, rekir upp hrossahlátur og hossist með öllu genginu í ræktina. Hér er fremur átt við að hann veiti þér litlar sem engar persónulegar upplýsingar um sjálfan sig. Því minna sem þú veist um persónulega hagi hans, því auðveldara verður að klippa á kynnin þegar hentar. Því ósýnilegri sem hann er, því auðveldara er að gufa upp eins og draugur út í nóttina eftir sjóðheit kynnin sem fóru fram bak við luktar dyr og enduðu svo skyndilega einn daginn.

 

135865-sexting

4. Allar samræður ykkar snúast um kynlíf. Það er alveg sama hvað umræðuefnið er, einhvern veginn tekst manninum alltaf að koma kynlífi að. Ertu á dekkjaverkstæðinu að koma vetrardekkjunum undir bílinn? Föst á bókasafninu að velja ritgerðarefni? Hann veit af því, sendir þér skilaboð og spyr hvort þú sért næbuxnalaus …

 

screenshot-gallery.photo.net 2014-12-03 13-03-53

5. Hann vill alls ekki að þú gistir heima hjá honum. Hann segir það kannski ekki beint út, en gefur í skyn að hann þurfi að vakna eldsnemma næsta morgun og að hann sé verulega upptekinn á næstu dögum. Þannig gefur hann fínlega í skyn að betra væri að þú gistir heima hjá þér, svo það trufli ekki dagskránna … svo geispar maðurinn og verður undarlega fjarrænn. Allt þar til þú stendur upp, klæðir þig í skónna og svífur léttstíg út í nóttina, ringluð á svip.

 

Lacey-bra-wood-floor

6. Hann gætir þess að þú takir ALLT með áður en þú ferð. Hljómar kunnuglega ekki satt? Hleypur hann um íbúðina, tekur til ALLT sem þér tilheyrir og afhendir þér áður en þú ferð svo þú gleymir örugglega ENGU þegar þú gengur út? Það er bara til að tryggja að þú komir ekki aftur til að sækja það sem þú gleymdir. Jafnvel þó þú reynir að banka óundirbúið upp á seinna meir, eru allar líkur á því að hann sé ekki heima eða einhver annar komi til dyra ….

 

6994203080_c32ca26c4a_z

7. Þið hafið aldrei farið á alvöru stefnumót. Það gefur auga leið, þó sárt geti verið að viðurkenna það, en karlmaður sem hringir um og rétt eftir miðnætti, kynnir þig ekki fyrir vinum sínum og gistir hvorki hjá þér né býður þér að sofa heima hjá honum – er ekki heldur líklegur til að bjóða þér á alvöru stefnumót; því stefnumót eru nefnilega fyrir kærustupör en ekki fyrir leikfélaga í hans augum.

 

screenshot-3.bp.blogspot.com 2014-12-03 13-10-42

8. Hann hefur ekki tíma til að svara skilaboðum sem eru persónulegs eðlis. Hann má ekki vera að því að svara þér þegar þú sendir honum SMS um persónuleg málefni eða vilt ræða tilfinningar þínar. Hvernig á hann líka að bregðast við ef hundurinn þinn deyr, þú missir vinnuna eða tognar á fæti? Hann má ekkert vera að þessu. Hann er leikfélagi. Ekki kærasti. Leikfélagar bregðast ekki við þegar eitthvað kemur upp. Það gera bara kærastar.

 

screenshot-www.hookingupandstayinghooked.com 2014-12-03 13-12-37

9. Hann biður þig að hitta sig á barnum, en um leið og þú kemur rýkur hann út og dregur þig með heim. Þó hann stingi upp á opinberum stað, vínglasi á laugardagskvöldi eða jafnvel kaffihúsaferð á föstudagskvöldi stendur hann að öllum líkindum í dyragættinni þegar þig ber að, með gloss á vör og glampa í augum. Vopnaður heilum smokkapakka í frakkavasanum og tilbúinn að veifa næsta leigubíl. Hann ætlaði aldrei með þér á barinn; eini tilgangurinn var sá að koma þægilega aftan að þér svo þið gætuð farið beint heim í rúmið.

 

screenshot-timenewsfeed.files.wordpress.com 2014-12-03 13-16-22

10. Hann stormar beint inn í svefnherbergi þegar hann kemur í heimsókn. Þessum manni er fúlasta alvara þegar að kynlífi kemur og hann má ekkert vera að því að hanga inn í eldhúsi, kurteis á svip, þar sem hann eyðir dýrmætum hálftíma í að sötra fúlt vatnsglas. Og því síður líður honum vel í stofunni, nema hann geti tætt af þér fötin og átt æsispennandi fimm mínútna frygðarstund með þér í einum hægindastólnum. Þessi maður er ekki á höttunum eftir tilfinningasambandi. Hann vill einfaldlega eiga stutt kynlífsævintýri með þér. Punktur.

8 snilldar kynlífsráð til að tileinka sér

Þetta gerist þegar venjulegt fólk prófar kynlífsstellingarnar í Cosmo

„Það er ekkert til sem heitir of mikið kynlíf“ – Susan Sarandon (68)

SHARE