10 merki um að þú sért svarti sauðurinn í fjölskyldunni

Það vita það allir. Það er ekkert leyndarmál að þú sért svarti sauður fjölskyldunnar. Uppreisnarmaðurinn. Sá sem er ekki „alveg“ eins og hinir í fjölskyldunni. meðal annarra fjölskyldumeðlima.

Þetta þýðir ekki að fjölskyldu þinni sé endilega illa við þig en það má vera að það komi upp ágreiningur annað slagið.

Þó þú sért „svarti sauðurinn“ í fjölskyldunni þá skaltu bara taka því eins og það er og elska þig eins og þú ert. Það er ekki gaman að vera eins og allir hinir.

En hvað er það sem gæti bent til þess að þú sért svarti sauðurinn í fjölskyldunni þinni?

1. Þú lítur öðruvísi út

Þú gætir litið út fyrir að vera afkvæmi blaðberans og stundum velta foreldrar þínir því fyrir sér hvaðan þú komst eiginlega. Það er eins og þau hafi tekið þig í misgripum á spítalanum.

2. Þú hefur ekki sömu trú og allir hinir

Ef þú ert úr trúaðri fjölskyldu og tókst ákvörðun um að vera ekki með í því… þá, elskan mín, ertu örugglega álitin/n „svarti sauðurinn“ í fjölskyldunni.

3. Þú átt ekki náin sambönd innan fjölskyldunnar

Ef þú átt erfitt með að eiga góð og sterk tengsl við fjölskylduna þína, ertu örugglega „svarti sauðurinn“.

Sjá einnig: 12 ráð fyrir þá sem eru að fara að gifta sig

4. Þú ákvaðst að fara aðra leið í vali á starfi

Ef þú kemur úr fjölskyldu þar sem annar hver maður er læknir eða lögfræðingur, en þú hættir í skóla til að verða leikkona/leikari, þá geturðu verið viss um að fólk er að tala um það sín á milli. Fólk skilur ekki hvað þú varst að hugsa og þeim finnst þetta ekki mjög gáfulegt.

5. Þið eigið ekkert sameiginlegt

Þú ert eina manneskjan í fjölskyldu með mörgum íþróttamönnum sem getur bara alls ekki sparkað í bolta. Eina manneskjan í fjölskyldu þar sem allir eru extróverta og þú ert frekar feimin/n. Þú ert alltaf öðruvísi, í hvert einasta skipti.

6. Þú ert í „ruglinu“

Fjölskylda þín er full af fullkomlega samsettum dýrðlingum. Og þú? Þú ert í „ruglinu“. Þú ert sá/sú sem foreldrarnir eru „minnst“ montin af, þó það sé sárt að viðurkenna það.

7. Þú ert alveg fáránlega vel heppnuð/aður

Hin hliðin er svo að fjölskyldan þín getur verið alveg í „ruglinu“ og þú ert dýrðlingurinn, gerir góðverk og ert hæst/ur í bekknum. Fjölskyldan er afbrýðissöm útaf hamingju þinni og velgengni og forðast þig þangað til eitthvað gerist og þau þurfa á þér að halda. Þá fara þau að sleikja þig upp og biðja þig um allskonar.

8. Þér er alltaf boðið seinast

Ef það er fjölskylduferð er þér síðast boðið … ef þér er yfirleitt boðið. Fjölskylda þín leynir því ekki hvað þeim finnst um þig, á sama tíma vilja þau að allt líti vel fyrir þeim sem standa utan fjölskyldunnar. Hinsvegar sjá flestir utanaðkomandi hvað er virkilega um að vera.

9. Fjölskyldan býst alltaf við hinu versta

Þau nota það, hvað þú ert einstök/stakur á móti þér. Ekki vera hissa ef systkini þín baktala þig. Stundum gerist það jafnvel að foreldrar þínir veita systkinum þínum eitthvað sem þú færð ekki.

10. Fólk dáist að þér í laumi

Þú ert svarti sauðurinn en margir aðstandendur þínir dást að þér. Þeim finnst aðdáunarvert hvað þú ert samkvæm/ur sjálfri/um þér í stað þess að reyna að þóknast hinum í fjölskyldunni. Þú ert ekkert að afsaka hver þú ert og fólk veit að „svona ertu bara“ þó fjölskyldan sé ekki sammála.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE