12 ráð fyrir þá sem eru að fara að gifta sig

Það er svakalega gaman að ganga í hjónaband. Það sem gerist eftir athöfnina og veisluna er það sem reynir meira á.

Skilnaðir eru alltof algengir og það eru ekki allir í hamingjuríku hjónabandi. Það þrennt sem er mikilvægast í öllum hjónaböndum eru virðing, góðvild og samstarf.

Þið verðið að gefa ykkur tíma, bara fyrir ykkur, þó það sé mikið að gera. Helstu ástæður vandræða í hjónaböndum eru skortur á samskiptum, rifrildi, vantraust og sjálfselska.

Yourtango spurði sérfræðinga út í hvað þarf til að eiga hamingjuríkt hjónaband. Hér eru svörin þeirra:

1. Taktu ábyrgð á þínum hlut í hjónabandinu

„Þegar þú ert í afneitun varðandi hlut þinn í sambandinu, þá ertu ekki betri en barn sem kastar sandi í annað barn í sandkassa. Þegar þú tekur ábyrgð á þætti þínum í hjónabandinu, þá fyrst geturðu tengst maka þínum á þroskaðan og náinn hátt,“ segir Carin Goldstein, sambands- og fjölskylduráðgjafi.

2. Sýnið hvort öðru ástúð

„Haldist í hendur, nuddaðu axlir makans, faðmist og kyssist. Þegar þú gefur maka þínum knús eða koss, dragðu það í 5-10 sekúndur. Það mun gera gæfumuninn!“ segir Lori Lowe.

3. Verið sammála um að vera ósammála

„Engar tvær manneskjur eru sammála um allt og það er allt í lagi. Það sem skiptir máli er að finnast það í lagi að maki þinn sé ekki sammála þér,“ segir Lee Bowers, sálfræðingur.

Sjá einnig: 10 ástæður fyrir því að það er gott að gifta sig

4. Gerið eitthvað sætt annað slagið

„Taktu þér tíma, reglulega, til að skrifa fallega orðsendingu til hans/hennar þar sem þú segir honum/henni/ hversu mikið þú elskar hann/hana og hversu mikið þú kunnir að meta hann/hana. Settu svo miðann í tösku makans eða í veski og það mun bjarga deginum,“ segir Suzanne K. Oshima, stefnumótaráðgjafi

5. Taktu þér tíma fyrir þig

„Karlar þurfa ekki að leysa eða laga allt; að hlusta er frábær gjöf útaf fyrir sig. Konur þurfa að skilja að karlar þurfa tíma útaf fyrir sig. Gefðu honum svigrúm og ekki taka þetta persónulega. Ef hann fær þennan tíma með. sjálfum sér mun það gera hann enn skuldbundnari þér og ykkar sambandi,“ segir MarsVenus, þjálfun.

6. Ekki reyna að breyta maka þínum

„Þegar þú reynir að breyta maka þínum virðist þú alltaf vera „tuðandi“ og gefur maka þínum þau skilaboð að „hann sé ekki nóg“. Það vill enginn fá svona skilaboð og þetta getur leitt til þess fjarlægðar og sundrungar. Leyfðu maka þínum að vera sá/sú sem hann/hún er og einbeittu þér að því að breyta þér frekar en honum/henni,“ segir Dr. Rick Kirschner sambandsráðgjafi.

7. Prófaðu ólíkar aðferðir

„Prófaðu ólíkar aðferðir í samskiptum. Það eru miklar líkur á því að einhver þeirra muni í raun og veru virka og hjónaband ykkar verði bara sterkara og sterkara,“ segir Alisa Bowman, sambandsráðgjafi.

Sjá einnig: Kom ekkert annað til greina en að gifta sig á Íslandi – Myndband 

8. Tjáðu alltaf tilfinningar þínar

„Þegar þú ert að tjá tilfinningar þínar með því að segjar „mér líður eins og …“ eða „ég upplifi..“. Það er nefnilega ekki sjálfsagt að maki þinn lesi hugsanir þínar eða viti hvað þú ert að upplifa. Þetta getur verið stór hindrun en heiðarleg samskipti geta breytt sköpum í ástarsamböndum,“ segir Sharon Rivkin sambandsráðgjafi.

9. Þið hafið bæði eitthvað til málanna að leggja í rifrildum

„TiI þess að styrkja hjónaband ykkar er gott að átta sig á því að þið eigið bæði ykkar þátt í öllum rifrildum. Þið hafið bæði eitthvað til málanna að leggja og ástæðu fyrir tilfinningum ykkar,“ segir Kathy Morelli.

10. Vertu sanngjörn/gjarn

„Ekki gleyma sanngirninni en hún verður að vera í hjónabandinu. Ertu sanngjarn/gjörn þegar kemur að því að skipta með ykkur húsverkum, tala um tilfinningar þínar, þegar kemur að fjármálunum, foreldrahlutverkinu og svo framvegis? Ef ekki, hvernig geturðu breytt þessu til betri vegar?“ spyr Lisa Steadman, sambandsráðgjafi.

11. Láttu sambandið vera í forgangi

„Þegar aðrir hlutir verða mikilvægari en hjónabandið, eins og vinnan, börnin og persónuleg markmið er það ávísun á vandamál. Láttu sambandið vera í forgangi og þá mun ástin blómstra,“ segir Cathy Meyer.

12. Sýndu maka þínum hlýju

„Ef maki þinn sýnir þér hlýju, þolinmæði og samkennd er auðvelt fyrir þig að sýna honum hlýju. Ef illa er komið fram við þig, með reiði og óþolinmæði er erfitt að bregðast vel við. Einbeittu þér að því hvernig þú getur sýnt makanum þínum hlýju og hjónabandið verður æðislegt,“ segir Mack Har.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE