Súkkulaði- og karamelluglassúr á vatnsdeigsbollurnar

Margir kjósa að nota súkkulaðiglassúr á vatnsdeigsbollurnar en aðrir velja kannski karamelluglassúr frekar.

Hér er rosalega góð uppskrift af súkkulaðiglassúr:

  • 500 g flór­syk­ur
  • 3 msk bökunarkakó
  • 3 tsk kaffi
  • 50 g brætt smjör
  • heitt vatn

Byrjið á að blanda saman kakói og flórsykri. Smjöri og kaffi bætt út í hrært vel. Notið heitt vatn til að þynna glassúrinn svo hann sé í réttri þykkt.

Hér er svo æðisleg uppskrift af karamelluglassúr:

  • 450 g flórsykur
  • 105 gr púðursykur
  • 60 gr smjör – brætt
  • 2 msk mjólk
  • 1 tsk vanilla
  • smá salt

Smjör brætt í potti og púðursykri bætt út í og hitað. Blandað vel saman og restinni bætt útí.

SHARE