5 smáatriði sem geta bjargað (næstum) öllum hjónaböndum

hamingja hjónaband

Orðin sem við notum, já og veljum að nota eru svo miklu áhrifameiri en við gerum okkur grein fyrir. Að bæta við einu orði eða taka út eitt orð úr setningu getur breytt öllu um framhaldið á samtalinu.

Að læra að eiga samskipti á þann hátt sem stuðlar að trausti, tengingu og nánd í hjónaböndum er vel þess virði. Þetta er engin fyrirhöfn og getur vel haft haft gríðarleg áhrif á það sem eftir er. Svona án gríns.

Ein af okkar uppáhalds síðum, Yourtango, gerði lista yfir orð sem gætu breytt miklu í samskiptum þínum við maka þinn og jafnvel, svo við tökum djúpt í árinni, bjargað hjónabandinu þínu. 

1. „Viltu..“

Þegar fólk hefur verið lengi saman getur það gerst að fólk gleymi að segja „viltu“ og fer að tala í boðhætti:

Dæmi:

„Réttu mér fjarstýringuna“
„Sæktu nú bílinn“ 

Betra væri kannski að segja:

„Viltu rétta mér fjarstýringuna?“
„Viltu sækja bílinn?“

Bara það, að setja viltu fyrir framan, getur gert ofsalega mikið fyrir samskiptin og hljómar miklu vinalegar en hitt. Kurteisi á alltaf við og gerir allt betra.

2. „Takk“

Ekki vanmeta þetta litla orð. Það sýnir þakklæti og það er eiginlega alveg sama hverskonar samskipti þið eruð að eiga, „takk“ mun alltaf gera allt betra.  Við þurfum öll að finna að við séum metin að verðleikum og byrjunin er að láta aðra finna fyrir þakklæti.

3. „Fyrirgefðu“

Ástin er ekki gallalaus og við sem einstaklingar ekki heldur. Við erum ekki fullkomin og því getur maður haft ástæðu til að segja „fyrirgefðu“. Vertu fús til að taka ábyrgð á gjörðum þínum og orðum sem hafa valdið maka þínum sársauka. Það getur bjargað öllu. Allir gera mistök, viljandi eða ekki. En þegar þú hefur viðurkennt mistök þín og áhrif þeirra og sýnir raunverulega eftirsjá hefst heilunin á sambandinu.

4. „Ég elska þig“

Það er alveg öruggt að þessi orð eru gjöf sem gefur aftur og aftur. Láttu maka þinn vita að þú elskir hann og hvað það er sem þú elskar við hann. Gerðu það oft. Það fær enginn nóg af því að heyra svona frá manneskjunni sem maður elskar. Þegar maður einbeitir sér að því sem er jákvætt við maka sinn og hættir að pirra sig á litlu hlutunum er það mjög jákvætt fyrir hjónabandið.  Mundu að þú getur fundið fyrir ástinni í hjarta þínu ef þú talar og hugsar fallega um og við maka þinn. Alveg eins og þú getur orðið alveg svakalega pirruð/aður ef þú einblínir á allt það sem viðkomandi gerir eða segir sem er pirrandi. Af hverju ekki að einblína á þá hluti sem þú elskar? Það mun láta maka þínum líða vel með þig og það mun vera ákveðinn sigur fyrir hjónabandið þitt.

5. „Hvernig“ eða „hvað“

Þegar þú spyrð maka þinn: „Hvað var það við tóninn í röddinni minni sem pirraði þig? gefurðu honum/henni færi á að deila tilfinningum sínum og hugsunum án þess að þú dæmir. Þegar þú spyrð maka þinn: “Hvernig komst þú að þeirri niðurstöðu?” gefur þú honum/henni færi á að útskýra sjónarmið sitt án þess að fara í vörn. Með öðrum orðum, er gott að halda sig frá „af hverju“ því það eru meiri líkur á að maki þinn fari í vörn.  „Hvað“ og „hvernig“ stuðlar að opnum, heiðarlegum samskiptum.

Sjá einnig:

SHARE