6 hlutir sem karlmenn gera í rúminu en ættu ekki að gera

Þeir hjá ModernMan voru forvitnir um það hvað konur tala um þegar karlmenn heyra ekki til og þá sérstaklega hvað þær tala um kynlíf. Þeir fengu til liðs við sig konu, sem lætur ekki nafn síns getið, til þess að segja sér hvað karlmenn gera mikið í rúminu sem þær eru ekki að fíla. Hún kom með 6 atriði:

1.  Heimta að veita henni munnmök

Við erum ekki alltaf til í munnmök. Karlmenn virðast yfirleitt alltaf til í munnmök, hvar sem er og hvenær sem er, en það sama gildir ekki um konur. Stundum erum við bara ekki í stuði fyrir það. Það getur haft eitthvað með það að gera að vera nýkomin af snyrtistofunni í vaxmeðferð, eða kannski hefur þetta eitthvað með tíðahringinn að gera. Ef kona segir að hún vilji ekki munnmök þá er hún ekki að reyna að láta ganga á eftir sér heldur er hún að meina það.

2. Tekur alltof langan tíma í þetta

Konur elska kynlíf jafn mikið og karlmenn, EN það má öllu ofgera. Ef þið eruð búin að vera að í 10- 20 mínútur (eftir forleik) og ekkert að gerast þá förum við gjarnan að velta fyrir okkur hvað sé að vanta í þetta, hvort við séum ekki að gera það fyrir hann og svo framvegis. Þannig að ef karlmaðurinn sér fram á að þetta sé ekki að fara að „koma“ hjá honum þá ættuð þið kannski bara að taka smá pásu og sjá svo hvað gerist.

3. Sleppa forleik

Ekki nema að þið séuð að taka „einn stuttan“ inni á baðherbergi einhversstaðar þá vilja konur forleik. Við viljum láta dást að okkur í fallegu nærfötunum (sem við eyðum of miklum peningum í) og ef okkur líður eins og við séum kynþokkafullar þá er hálfur sigurinn unninn.  Við ætlum að fara úr öllum fötunum, bara eftir smá stund.

4. Gefur henni einkunn

Við þurfum alveg að vita að við séum að gera réttu hlutina og að karlmanninum finnist við kynþokkafullar og flottar en slepptu setningum eins og „Það hefur enginn gert þetta við mig áður“ eða „Þú ert betri en ALLAR sem ég hef sofið hjá!“ Við förum beint í að hugsa hversu margar ætli þær séu eiginlega. 

5. Vekja hana með kynlífi

Þetta getur litið vel út í bíómyndunum en í alvörunni er til svolítið sem heitir „morgun-andfýla“ og að vera alveg í spreng. Við konur viljum allavega komast í tannburstann aðeins og jafnvel að fá að tæma þvagblöðruna.

6. Ekki tala of mikið

Við viljum að það heyrist í karlmönnum í rúminu. Þeir mega bæði tala og anda hærra, það er ekki bannað. Ekki samt fara með þetta yfir strikið og tala of mikið eða vera með of mikinn dónatalsmáta. Það verður bara kjánalegt, fyndið eða vandræðalegt. Farðu hinn gullna meðalveg!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here