6 ótrúlegar goðsagnir um kynfæri kvenna

Kynfæri kvenna hafa í gegnum tíðina þótt flókin og hefur fróðleikur almennings um þau oft ekki verið upp á marga fiska. Í dag getum við þó þakkað fyrir að vita mun meira um eiginleika þeirra heldur en konur sem voru uppi á árum áður.

Vísindin og læknar misskildu lengi vel starfsemi píkunnar, eggjastokkana og allt þar á milli sem olli því að almenningur fékk rangar upplýsingar. Umræðan um kynfæri kvenna verður þó sífellt meiri og nær því rétt vitneskja betur til ungra stúlkna sem eru um það bil að verða kynþroska.

Hér eru 6 ótrúleg atriði sem fólk trúði að væri sannleikurinn um kynfæri kvenna.

1. Varúð! Sum leggöng eru með tennur.

n-HL0804001-570
Algeng sögusögn ríkti allt frá Rússlandi yfir til Japan og Indlands að sum leggöng væru með tennur. Í mörgum af þessum sögusögnum var því trúað að hugrakkir menn þyrftu að fjarlægja eða brjóta þessar leggangatennur áður en þeir áttu mök við konuna.

2. Leggöng kvenna eru bara typpi sem urðu köld.

o-LUL-570
Grískur læknir að nafni Galen sem var uppi á annarri öld trúði því að líkaminn stjórnaðist af húmor-vökva. Menn væru vanalega með heitan og þurran húmor en konur hefðu óæðri kaldan og blautan húmor. Kenningin var sú að karlmenn og konur hefðu sömu kynfærin en þar sem konur væru kaldar hefðu kynfæri þeirra færst inn á við til að halda á sér hita.

3. Ef kona er menntuð þá skemmir það kynfærin hennar.

HL0804-001
Þessi kenning varð til á 19. öld af læknisnemanumm Henry H. Clark sem lærði við Harvard Medical en hann eyddi ævi sinni í berjast gegn því að konur færu í skóla. Hann vildi meina að heilinn í konum höndlaði ekki jafn mikið álag og karlheilinn og að konur sem færu í menntaskóla myndu auka líkurnar á því að heilinn á þeim myndi eyðileggja legið í þeim. Aðrir vísindamenn sem voru uppi á þessum tíma vöruðu einnig við því að ef heili í konu þróaðist of mikið þá myndi legið skreppa saman. Konur þyrftu að auki að forðast það að hugsa á meðan þær væru á blæðingum.

4. Konum sem er nauðgað geta ekki orðið óléttar.

n-124034973-570
Þingmaður Repúblikaflokksins í Bandaríkjunum reyndi í viðtali árið 2012 að draga úr þörf nauðgunarfórnarlamba til að fara í fóstureyðingu því það væri svo sjaldgæft. Hann benti á að þegar nauðgun á sér stað getur líkami kvennanna komið í veg fyrir þungun. Þessi þingmaður hefur líklegast sótt innblástur í gömul lög frá 13. öld þar sem hægt var að ógilda nauðgunarásakanir ef konan varð ólétt.

5. Leggöng á hlið er í alvöru til.

o-200572895003-570
Sá orðrómur eða rasista brandari ríkti á milli karla sem stunduðu kínversk vændishús í Kaliforníu að asískar konur væru með leggöng á hlið. Orðrómurinn var hluti af stærra menningarfyrirbæri sem var blæti fyrir asískum komum og var afar algent í gegnum Kóreustríðið.

6. Varúð: konur á blæðingum eru lífshættulegar karlmönnum.
bloooooood
Tíðablóð kvenna hefur verið talið lífshættulegt karlmönnum í menningu margra þjóða. Rómverski höfundurinn og náttúru heimspekingurinn Gaius Plinius Secundus vildi meina að haglél, þrumur og eldingar myndu hræðast konu á blæðingum. Kjöt verður vont og ávextir munu falla úr trjám þeim sem kona á blæðingum situr undir.
Skömmin við að fara að á blæðingar hélt áfram í gegnum 19. öldina en lengi vel var haldið að karlmaður gæti smitast af lekanda stundaði hann kynlíf með konu á blæðingum.

Tengdar greinar:

Fyrstu blæðingarnar gerðar auðveldari – Myndband

Strákar reyna að útskýra kynfæri kvenna – Myndband

Hvers vegna aðgerð á skapabörmum?

 

SHARE