7 kynlífsráð fyrir þig ef maki þinn er TVÍBURI

Ef maki þinn er Tvíburi þá ættirðu að kynna þér þessi ráð til þess að verða besti elskhugi sem völ er á fyrir hann/hana.

1. Hendur, handleggir og axlir

Tvíburar elska að láta koma við efri hluta líkamans, þ.e.a.s. hendur, handleggi og axlir. Unaðslegt herðanudd er alveg til að gera það fyrir Tvíbura og handanudd er líka dásamlegt fyrir þá.

2. Örvaðu huga hans

Tvíburar eru einir þeirra sem þurfa að láta örva huga sinn til þess að verða kynferðislega örvaðir. Þeir fíla erótískar sögur, kynæsandi tónlist og daðursfull skilaboð annað veifið.

3. Hlutverkaleikir eru nauðsyn

Tvíburar elska hlutverkaleiki eins og reyndar fleiri stjörnumerki gera. Þeir elska að bregða sér í hlutverk einhvers í smá stund og þér mun pottþétt ekki leiðast það.

4. Stripp

Annað sem Tvíburar elska er að maki þeirra haldi smá sýningu fyrir þá og einnig að þeir fái að halda sýningu fyrir makann.

5. Láttu undan fantasíunni

Það eru margar fantasíur í kollinum á Tvíburum og þeir elska að uppfylla fantasíur sínar. Ef maki þinn er Tvíburi ættirðu að hvetja hann til að segja þér frá sínum leyndustu fantasíum.

6. Kynlífstal

Þegar Tvíburinn stundar kynlíf þá vill hann láta tala við sig, helst eitthvað klúrt. Ef þú hefur ekki vanið þig á að vera klúr í rúminu þá ættir þú að venja þig á það fyrir Tvíburann þinn. Þú getur byrjað á því að segja honum hvað þú ætlir að gera við hann og hvað þú vilt láta gera við þig og hvernig.

7. Síma- og tölvukynlíf

Hefurðu prófað síma- og tölvukynlíf? Það er eitthvað sem Tvíburar kunna að meta og eru eitt af fáum stjörnumerkjum sem virkilega elska þetta.

Fiskur

Tvíburar

Hrútur

Krabbi

Bogmaður

Vog

Vatnsberi

Meyja

Sporðdreki 

Naut

Ljón

 

Heimildir: Heather Jenson

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here