7 kynlífsráð fyrir þig ef maki þinn er VOG

Ef maki þinn er Vog eru hérna nokkur ráð fyrir þig til þess að hafa í huga í svefnherberginu.

1. Mjóbak og rass

Ef þú ert ekki alveg viss um hvað kveikir í Voginni þinni þá geturðu verið viss um að mjóbakið og rassinn munu gera það. Þær elska að láta strjúka á sér bakið og klípa í rassinn á þeim. Vandaðu þig samt og vertu mjúkhent/ur.

2. Andleg örvun

Vogin þrífst á andlegri örvun. Hún vill einhvern sem getur örvað sig andlega sem og líkamlega og verður að tengjast þeim andlega sem hún sefur hjá.

3. Morgunkynlíf

Vogin elskar að stunda kynlíf á morgnana. Hún vill það vegna þess að það setur tóninn fyrir daginn og mun halda henni í frábæru skapi allan daginn. Þó svo að þið hafið stundað kynlíf kvöldið áður er Vogin alveg til í kynlíf um morguninn líka.

4. Taktu stjórnina

Vogin vill ekki undirgefna elskhuga og elskar þegar sá/sú sem hún sefur hjá tekur stjórnina og það kveikir mikið í Voginni. Vertu ákveðin/n í orðum og gjörðum og það mun æsa Vogina upp.

5. Kveikt ljós

Vogin er alls ekki feimin í rúminu og vill hafa kveikt ljós þegar stundað er kynlíf. Hún vill að þú kunnir að meta sig eins og hún er og hún vill geta séð þig meðan þið stundið kynlíf.

6. Erótískt nudd

Erótískt nudd er eitthvað sem Vogin er mjög hrifin af. Hún vill bæði fá og gefa munúðarfullt nudd sem byrjar sakleysislega og breytist svo í heljarinnar kynlíf.

7. Hrós

Vogin vill fá að heyra hversu falleg hún er. Ef þú vilt koma Voginni þinni í stuð, byrjaðu þá á því að slá henni gullhamra. Á móti mun Vogin svo hrósa þér og gefa þér smá „egó búst“.

Fiskur

Tvíburar

Hrútur

Krabbi

Bogmaður

Vog

Vatnsberi

Meyja

Sporðdreki 

Naut

Ljón

Steingeit

 

 

 

Heimildir: Heather Jenson

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here