7 staðreyndir um kulnun sem þú verður að vita

Kulnun er orð sem flestir hafa heyrt um á seinustu misserum. Mayo Clinic kallar þetta „vinnutengt vandamál“ þar sem líkamleg og andleg þreyta er svo yfirþyrmandi að hún fer að hafa áhrif á árangur í vinnu og sjálfsmynd viðkomandi.

En kulnun er meira en bara að vera pirraður og þreyttur í vinnu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin flokkar kulnun í raun sem lögmæta sjúkdómsgreiningu. Samt skilja margir ekki alveg hvað kulnun er, jafnvel þó þeir séu að upplifa hana sjálfir. Það er gagnlegt að vita staðreyndirnar svo þú getir komið í veg fyrir kulnun til að byrja með eða læra hvernig á að takast á við hana á skilvirkari hátt ef þú ert að ganga í gegnum það.

Smellið á örvarnar til að fletta á milli:

Kulnun er ekki það sama og streita

Image 1 of 7

Einkenni kulnunar hljóma mjög svipuð eins og einkenni streitu. Þetta byrjar oft undir miklu álagi og þetta tvennt er mjög nátengt, en það er mjög mikilvægt að þekkja munninn á þessu tvennu. „Streita varir yfirleitt í skemmri tíma vegna ákveðinna aðstæðna,“ segir Prairie Conlon sem er geðlæknir. „Kulnun verður svo þegar við erum of stressuð og undir alltof miklu álagi í langan tíma.“ Ein leið til að þekkja hvort er hvað, þá er kulnun eitthvað sem þú finnur stöðugt fyrir og mjög sterkt en streita kemur í ákveðin tíma útaf einhverju sérstöku.

SHARE