Andrew prins borinn út úr Buckinghamhöll

Andrew prins, litli bróðir Charles konungs hefur verið tjáð að hann geti ekki lengur dvalið í Buckinghamhöll. Andrew, var eins og margir vita, vinur Jeffrey Epstein og var sviptur allri konunglegri vernd og hernaðarlegum ítökum árið 2022. Það var gert á svipuðum tíma og Andrew forðaðist borgaraleg réttarhöld með því að semja við ákæranda utan réttarsals. Ákærandinn í því máli var Virginia Giuffre en hún kærði hann fyrir kynferðisbrot.

Andrew átti samt alltaf aðsetur í Buckinghamhöll en nú hefur Charles gert það opinbert að Andrew fær ekki að dvelja þar lengur. Andrew var alltaf mjög sáttur við að eiga sína eigin svítu í höllinni, þar sem hann bjó fyrst með Sarah Ferguson, en eftir skilnaðinn breyttist svítan í piparsveinasvítu. Hann var alltaf að koma með nýjar „vinkonur“ í höllina og var fyrirsætan Caprice ein af þeim sem heimsótti hann þangað.

Brottrekstur Andrew var gerður opinber ári eftir að Andrew var skipað að fara með skrifstofur sínar úr höllinni. Einnig er stutt síðan Virginia, konan sem sakaði hann um kynferðisbrot, gerði opinbert að hún myndi segja alla sína sögu í bók sem hún ætlar að gefa út. Eitt af því sem var partur af samkomulaginu sem Andrew gerði við hana, utan réttarsals, var að hún mátti ekki tjá sig um þetta í ár.

Andrew hefur aldrei játað neitt á sig og heldur því fram að allt sem sagt hafi verið um hann sé helber lygi.

Sjá einnig:

SHARE