Þessar stjörnur segja „Nei takk“ við áfengi!

Það er einhverra hluta vegna samfélagslega samþykkt að drekka áfengi. Áfengi er, samkvæmt flestum læknaritum, eitt skaðlegasta fíkniefni í heimi! Ég skal skrifa grein um það seinna að hvaða leyti áfengi er skaðlegt, en þessi grein er um nokkrar stjörnur sem hafa alfarið snúið baki við áfengi og hvers vegna.

Kendrick Lamar

Rapparinn Kendrick Lamar hefur talað um að halda sig frá áfengi þrátt fyrir að textar hans innihaldi tilvísanir í neyslu efna. Kendrick opnaði sig um þetta málefni í þættinum The Arsenio Hall Show og sagði frá því hvers vegna hann heldur sig frá öllum fíkniefnum og sagði líka frá því að foreldrar hans hafi eignast hann svo ungir og verið í neyslu og vill ekki lenda í sama pakka.

Kathy Griffin

Grínistinn Kathy Griffin hefur aldrei á ævinni drukkið — ja, í það minnsta ekki sjálfviljug. Kathy sagði frá því í viðtali við Marlo Thomas árið 2012 að hún sór að drekka aldrei áfengi þegar hún var 10 ára og faðir hennar gaf henni sopa af bjórnum sínum til að koma í veg fyrir að hún kafnaði á matarbita. Kathy segir að bjórinn hafi látið hana fá brunatilfinningu í nefið. Hún sagði svo í viðtali við Healthy Living Magazine að hún hafi alist upp í fjölskyldu írskra-kaþólikka sem hafi drukkið töluvert. „Ég leit bara í kringum mig og hugsaði að þau drykkju bara fyrir mig svo ég þyrfti ekki að gera það,“ sagði Kathy.

Calvin Harris

Breski plötusnúðurinn Calvin Harris átti í erfiðleikum með áfengi í starfi sínu og sagði frá því að hann hafi yfirleitt drukkið tvær flöskur af Jack Daniels á kvöldi áður en hann hætti að drekka. Drykkjan fór að hafa áhrif á vinnu hans. „„Giggin“ mín eru milljón sinnum betri núna. Þegar ég var að drekka mundi ég ekki einu sinni hvort þetta hefði verið gott „gigg“ eða ekki, sem er örugglega bara gott því það hefur örugglega verið algjört drasl því ég var svo drukkin og ruglaðura,“ sagði Calvin.

Kristen Davis

Leikkonan Kristen Davis vissi að það væri kominn tími fyrir hana að hætta að drekka þegar hún stóð frammi fyrir því að þurfa að velja á milli drykkjunnar eða starfsframa hennar. Kristen hafði verið þjökuð af lágu sjálfstrausti í æsku þegar foreldrar hennar skildu og hún byrjaði að drekka þegar hún var unglingur. Hlutirnir fóru svo að breytast þegar hún var farin að mæta þunn í leiklistatímana sína og á endanum þurfti hún að velja á milli fíknarinnar og leiklistarinnar sem hafði verið draumur hennar síðan hún mundi eftir sér.

„Ég hugsaði, ég get ekki gert hvort tveggja,“ sagði Kristen.

Jada Pinkett Smith

Leikkonan Jada Pinkett Smith hefur verið edrú í yfir 20 ár. Móðir Smith hefur verið edrú enn lengur en hún, eftir að hafa barist við heróínfíkn. Jada sagði frá því í spjallþættinum sínum Red Table Talk að hún hefði drukkið rauðvín eins og það væri vatn og hún hafi meira að segja fiktað við alsælu, sem varð til þess að hún leið útaf á tökustað gamanmyndarinnar The Nutty Professor frá 1996. „Þegar ég ætlaði einu sinni að opna þriðju vínflöskuna mína einn daginn hugsaði ég: „Ég á við vandamál að stríða og ég hætti bara strax þennan dag. Þetta var dagurinn sem ég hætti alveg,“ sagði Jada.

Jessica Simpson

Fyrrum poppstjarnan, Jessica Simpsonm hefur alltaf talað opinskátt um baráttu sína við áfengi. Í endurminningum sínum, Open Book frá 2020, segir Jessica frá því að hún hafi eitt sinn verið svo drukkin að hún gat ekki einu sinni græjað börnin sín fyrir hrekkjavökuna. Í viðtali við Entrepreneur játaði Simpson að áfengi hafi deyft skynsemisröddina sem bjó alltaf innra með henni. „Þegar ég hætti að drekka var það vegna þess að ég heyrði ekki lengur í röddinni sem ég treysti í raun og veru og án hennar var ég alveg týnd,“ sagði Jessica.

Anne Hathaway

Leikkonan Anne Hathaway er edrú – en ekki af þeim ástæðum sem flestir myndu halda. Leikkonan sagði í viðtali við Boston Common Magazine að (tímabundin) ákvörðun hennar um að hætta að drekka hafi á endanum verið tekin þegar hún varð foreldri. „Ég hætti ekki að drekka því að drykkja mín væri vandamál. Ég hætti vegna þess að þegar ég drakk varð ég ofsalega þunn og það var vandamálið. Síðast þegar ég varð þunn, varði það í 5 daga. Þegar ég er komin á þann stað í lífinu að ég hef tíma til að vera þunn, byrja ég aftur að drekka. En það mun ekki gerast fyrr en barnið mitt fer að heiman.“

Zac Efron

Barátta Zac Efron við fíkniefni hófst eftir að hann varð frægur. Hann varð gagntekinn af því að reyna að hætta að vera þekktur sem hjartaknúsarinn sem hann var, og vildi vera tekinn alvarlega sem leikari. Hann leiddist út í mikla drykkju og fór svo á endanum í kulnun. Þá hætti hann að drekka og fór að huga meira að líkamsrækt og mataræði sínu. „Það sem ég fór að gera var að hafa rútínu, sem skapaði jafnvægi í lífinu. Maður fær bara út úr lífinu það sem þú gefur í það,“ sagði Zac.

Sjá einnig:

SHARE