Árin 1800 – 1899

Árið 1850

Dætrum veittur sami erfðaréttur og sonum. Fyrir breytinguna erfðu dætur 1/3 hluta og sonur erfði 2/3 hluta eftir foreldra sína. 

Árið 1851

Fyrsti stúlknaskólinn stofnaður á Íslandi. Stofnandinn hét Ágústa Johnsen (1821-1878) og var kennt í svonefndu Dillonshúsi í Reykjavík og systir Ágústu, Þóra Melsteð, fór að kenna við skólann líka. Einungis var kennt í skólanum í þrjú ár, eða til ársins 1854.

Árið 1861

Konur sem höfðu ekki gengið í hjónaband fyrir 25 ára urðu myndugar, þ.e. sjálfráða og fjárráða. Þetta átti ekki við um konur sem voru komnar í hjónaband.

Árið 1863

Vilhelmína Lever á Akureyri kaus í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1863 og aftur 1866. Kosningarétt höfðu þá, samkvæmt lögum, allir fullmyndugir menn.

Árið 1869

Skagfirskar húsmæður komu saman í Rípurhreppi til að ræða mál sem snertu konur. Talið er að þetta hafi verið fyrsti kvenfélagsfundurinn sem sögur fara af en Kvenfélag Rípurhrepps var formlega stofnað árið 1871.

Árið 1870

Páll Melsteð (1812-1910), eiginmaður ofangreindrar Þóru Melsteð, skrifaði greinina „Hvað verður hjer gjört fyrir kvennfólkið?” í Norðanfara 19. mars 1870. Þar fjallaði hann um nauðsyn þess að stofna kvennaskóla.

Árið 1872

Nicoline Weywadt (1848–1921) lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1871-1872, fyrst kvenna á Íslandi.

Árið 1874

Kvennaskólinn í Reykjavík stofnaður af Þóru Melsteð og eiginmanni hennar Páli Melsteð. Fyrsta stofnunin sem bauð konum upp á formlega menntun.

Árið 1874

Ekkjurnar Steinunn Jónsdóttir (1820-1878) og Ingibjörg Pálsdóttir (1829-?) kusu í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum. Þær höfðu ekki fengið kosningarétt en í reglum stóð að „hver búandi maður“ hefði kosningarétt.

Árið 1875

Fyrsta kvenfélag Reykjavíkur var stofnað og var það látið heita Thorvaldsensfélagið.  Frumkvæði að stofnun félagsins áttu Þóra Pétursdóttir (síðar Thoroddsen), Jarþrúður Jónsdóttir og Þórunn Jónassen, sem var formaður félagsins frá 1875 til dauðadags árið 1922. Félagið starfar enn.

Árið 1876

Fyrsta skáldrit eftir konu kom út hér á landi. Það var eftir Júlíönu Jónsdóttur (1838–1917) og var ljóðabókin Stúlka, sem hún gaf út á eigin kostnað.

Árið 1879

Fyrsta smásaga eftir konu kom út í tímaritinu Framfara.  Höfundur var Torfhildur Hólm (1845–1918) sem fyrst Íslendinga gerðist atvinnurithöfundur

Árið 1880

Ásta Hallgrímsson (1857-1942) söng fyrst kvenna einsöng opinberlega er hún söng við útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur.

Árið 1882

Ekkjur og aðrar ógiftar konur sem stóðu fyrir búi eða sáu fyrir sér sjálfar fengu kosningarétt þegar kjósa átti í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum á sömu forsendum og karlmenn.

Það voru þó skilyrði sem varð að uppfylla: Hún varð að vera orðin 25 ára, hafa fast aðsetur í hreppnum/bænum og hafa goldið skatt. Þær máttu ekki skulda sveitastyrk eða vera öðrum háðar sem hjú (þ.e. vinnukonur) og urðu að vera fjár síns ráðandi. Kjörgengi fylgdi ekki þessum réttindum, sem náði til lítils hóps kvenna.

Árið 1884

Fyrsta konan, sem vitað er til, nýtti sér kosningarétt kvenna til sveitarstjórna í bæjarstjórnarkosningum á Ísafirði. Hún hét Andrea Guðmundsóttir (1845-?) og var saumakona.

Árið 1885

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1956-1940) varð fyrst kvenna til að fá birta grein eftir sig í blaði hér á landi. Hún birti grein 5. og 22. júní. 

Árið 1885

Páll Briem (1856-1904) hélt fyrirlestur á vegum Thorvaldsensfélagsins á sal Lærða skólans í júlímánuði 1885. Erindi sitt nefndi hann „Um frelsi og menntun kvenna”. Um 120 konur og karlar sóttu fyrirlesturinn sem fjallaði einkum um kvenréttindabaráttuna úti í heimi. Fyrirlesturinn var gefinn út sama ár

Árið 1886

Stelpur fá rétt til að stunda nám og taka próf í Lærða skólanum, eina menntaskóla landsins

Árið 1886

Konur fá kosningarétt við prestskosningar, með sömu skilyrðum og 1882.

Árið 1887

Ágústa Svendsen (1835-1924) hóf verslunarrekstur, fyrst kvenna í Reykjavík, er hún opnaði hannyrðaverslun

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1956-1940) hélt opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík

Árið 1889

Fyrsta konan lauk stúdenstprófi. Hún hét Camilla Torfason (1864-1927) og lærði í Kaupmannahöfn.

Árið 1889

Kvennafræðarinn kom út. Hún var skrifuð af Elínu Briem (1856-1937)

Árið 1891

Fyrsta konan hlýtur skáldastyrk frá Alþingi. Konan hét Torfhildur Hólm (1845-1918).

Árið 1892

Ingibjörg H. Bjarnason (1868-1941) lauk leikfimiprófi, fyrst Íslendinga, frá Poul Petersens Institut í Kaupmannahöfn. Ári síðar hóf hún dans- og leikfimikennslu í Reykjavík fyrir börn og ungar stúlkur

Árið 1894

Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík 26. janúar. Félagið var fyrsta kvenfélagið sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Helsta baráttumál kvenfélagsins var stofnun háskóla á Íslandi

Árið 1895

Útgáfa kvennablaðsins Framsóknar (1895-1901) hófst á Seyðisfirði. Útgefendur og ritstýrur voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaftadóttir. Í Reykjavík hófst útgáfa Kvennablaðsins (1895-1919) í febrúar. Útgefandi og ritstýra var Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Árið 1897

Elínborg Jacobsen (1871-1929) lýkur stúdentsprófi fyrst kvenna frá Lærða skólanum utanskóla.

Árið 1898

Guðný Guðmundsdóttir (1859–1948) og Kristín Ingibjörg Hallgrímsdóttir (1863-1941) fyrstu lærðu, íslensku hjúkrunarkonurnar sem vitað er um, útskrifuðust