Baileys ísterta með daim

Æðisleg og hátíðarleg ísterta úr smiðjum Matarlyst

Marens

3 eggjahvítur
150 g sykur
100 g valhnetur saxaðar (val má sleppa)

Aðferð
Hitið ofninn í 120 gráður blástur.

Eggjahvítur þreyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í, stífþeytið.Bætið valhnetum út í með sleikju.

Teiknið hring eftir 24 cm bökunnarformi á bökunnarpappír klippið út setjið í botninn á forminu. Setjið marensinn ofaní dreifið út.
Setjið inn í 120 gráðu heitan ofninn í 90 mín.
Látið botninn kólna áður en ísblöndu er hellt yfir.

Balieys ís með daim

Hráefni

6 eggjarauður
90 g sykur
75-100 ml Baleys eða Baleys með saltkaramellu
1/2 l rjómi léttþeyttur
1 poki daim kurl, saxið örlítið niður.

Aðferð

Léttþeytið rjómann, leggið til hliðar.

Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst, bætið út í Baleys látið vélina ganga á lægsta hraða þar til komið er vel saman í ca1/2 -1 mín.

Blandið rjómanum varlega saman út í eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum. Að lokum er daim súkkulaði bætt út í.

Samsetning

Losið um hringinn á forminu
Klippið bökunnarpappír eftir endilöngu nógu langan þannig að hann nái allan hringinn á forminu, komið pappírnum fyrir, klemmið aftur saman. Hellið ísblöndunni yfir botninn, jafnið út, setjið í frysti yfir nótt.

Skreytið að vild. 

SHARE