Barnsmóðir Ronaldo fór í aðgerð til að endurheimta meydóminn

Michel Umezu barnsmóðir hins brasilíska knattspyrnugoðs Ronaldo Nazario, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi gengist undir aðgerð til að endurheimta meydóminn eins og hún orðaði það eða líklegast meyjarhaftið. Brasilíska vaxtarræktarkonan sem á son með fyrrverandi fótboltastjörnunni, segist hafa farið í aðgerðina til þess að geta gifts í kirkju samkvæmt trú sinni. „Ég vil aðeins stunda kynlíf eftir að ég hef gengið í hjónaband“ sagði hún. „Ég skammast mín ekki fyrir að segja það vegna þess að þetta er eitthvað sem ég virkilega vil“. Ronaldo sem er núverandi forseti Real Valladolid hefur ekki tjáð sig um málið eftir að Umezu tilkynnti þetta á Instagram reikningi sínum, þar sem hún deildi skjáskoti undir yfirbragðinu: „Líkami minn, mínar reglur.“

Ronaldo og Umezu eignuðust soninn Alexander Robert eftir að þau hittust í keppnisferð Real Madrid um Japan árið 2004. Þau tvö hófu ekki samband eða giftu sig í kjölfar ástarsambandsins, þar sem Ronaldo neitaði að hann væri faðirinn þar til hann fór í DNA próf árið 2010.

SHARE