BBQ kjúklingasalat sem dekrar við bragðlaukana

Hráefni

4 kjúklingabringur
kjúklingakrydd
bbq honey mustard sósa
1 poki klettasalat
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1/2 rauðlaukur
1/2 agúrka
2 Avocadó

mangó eða Jarðaber (Ég notaði bæði)
70 g furuhnetur (Ristaðar)
1 krukka fetaostur (án olíu)
Nachos snakk

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steiktið á pönnu og kryddið. Hellið svo BBQ sósunni útí þegar kjúklingur er nánast að verða tilbúin og leyfið að malla í nokkrar mín.
  2. Setjið klettasalatið í skál/form og skerið restina af grænmetinu í bita og setjið útá salatið.
  3. Því næst setjið kjúklinginn yfir salatið, fetaostinn á olíunar og ristaðar furuhnetunar.
  4. Ég hef Nachos-ið “on the side” ásamt dressingunni.
  5. Öllum hráefnum fyrir dressinguna hrært saman í skál og skammtað að vild.

Salatdressing
1 dl olía
1/2 dl balsamic edik
1/2 dl dijon sinnep
1 dl hlynsíróp
1 hvítlauksgeiri, pressaður

Aðferð

SHARE