Birtust í tónlistarmyndböndum áður en þau urðu fræg

Þegar frægt fólk birtist í tónlistarmyndböndum er það venjulega í markaðslegum tilgangi. Annað hvort það eða þá eru þeir góðir vinir hljómsveitarinnar eða tónlistarmannsins sem gerir myndbandið. Með einum eða öðrum hætti er þetta alltaf spennandi hlutur. En hér er listi yfir frægt fólk sem birtist í tónlistarmyndböndum áður en það öðlast frægð?

Courteney Cox

Það er engin spurning að “stóra tækifæri” Courteney Cox var hlutverk hennar sem Monicu Geller í Friends. Það var ekki fyrr en leikkonan varð fræg sem að fólk fór að sýna öðrum littlum hlutverkum athygli sem hún hafði tekið að sér fyrir tíma Friends þáttana. Eins og hlutverks heppins aðdáanda í myndbandi við lag Bruce Springsteen “Dancing In The Dark.” Samkvæmt Courteney var hún ótrúlega stressuð í áheyrnarprufu og hún vissi ekki hvað hún átti að gera, en hún ét bara vaða og er hún viss um að þess vegna hafi hún fengið hlutverkið. „Ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég fékk það sé vegna þess að ég hugsaði bara, „Allt í lagi!“ Ég held að það hafi verið það sem þeir vildu, aðdáandi sem trúði því bara ekki. að þetta væri að gerast”

Jennifer Lopez

Áður en hún varð sú poppstjarna sem hún er í dag, hafði Jennifer Lopez valið aðeins öðruvísi feril. Hún vildi verða dansari, ekki söngkona. Hún nýtir enn vel danshæfileika sína, en áður var dansinn fullt starf hjá henni. Það gerði hún þegar hún kom fram í tónlistarmyndbandi hjá einum mesta áhrifavaldi hennar, Janet Jackson. Jennifer var dansari í myndbandinu fyrir “That’s the Way Love Goes.”

Naomi Campbell

Þegar horft er á tónlistarmyndband Bob Marley við lagið “Is This Love” munu aðdáendur líklegast ekki þekkja Naomi Campbell, þar sem hún var bara krakki þegar hún fékk hlutverkið, en hún man samt mjög vel eftir upplifuninni. „Af öllum myndböndum var “Is This Love” eftir Bob Marley mest spennandi,“ sagði hún. “Fjölskyldan okkar elskaði reggí. Ég var bara sjö ára og vissi ekki hvað þetta myndi fela í sér. Ég vissi ekki að Bob Marley myndi standa rétt við hliðina á mér og hlúa að mér. Hann var myndarlegur með falleg beinbygging; talaði svo mjúklega, með sterkan Jamaískan hreim, alveg eins og ég þekkti frá heiman.

Wesley Snipes

Bara sú staðreynd að leikarinn Wesley Snipes væri í Michael Jackson myndbandi er stórkostlegt, en vitandi hvern hann háði kappi við um hlutverkið gerir þessa sögu enn áhugaverðari. „Ég og Prince vorum saman í áheyrnarprufu og ég rúllaði Prince upp ,“ útskýrði Wesley. „Michael hafði sagt Prince að hann fengi hlutverkið og svo hitti hann mig. Að vísu er þetta ekki nákvæmlega eins og Prince myndi segja söguna, en burtséð frá því var Wesley sá sem endaði í myndbandi konungs poppsins.

Alicia Silverstone

Alicia Silverstone var aðeins 17 ára þegar hún lék í myndbandi Aerosmith í klassískum smelli þeirra “Cryin’.” Var valin til að leika unglingsstúlku í sambandi við Liv Tyler (einnig unglingur á þeim tíma og dóttir söngvara Aerosmith, Steven Tyler).

RuPaul

Trúðu því eða ekki, en ef þú skoðar tónlistarmyndband The B-52s við smellinn “Love Shack,” muntu finna ungan RuPaul þar. Mörgum árum síðar var hljómsveitinni boðið að koma fram á RuPaul’s Drag Race. „Ru var dragdrottning frá Atlanta, fullt af fólki kom til New York og við byrjuðum öll að hanga saman,“ sagði Cindy Wilson frá B-52. “Þetta var skemmtilegt tímabil, sem og mjög erfiður tími: Alnæmi fór eins og eldur yfir sinu og við misstum svo marga vini um miðjan níunda áratuginn, hér í New York. En þetta var virkilega yndislegur tími, fullur af ást og vinum, og það var dásamleg tilfinning að koma saman, vera kjánaleg og hlakka til framtíðarinnar. Þetta var mjög sérstakt. Auðvitað reis stjarnan hennar Ru hærra og hærra og hún varð gífurleg stjarna. Það er ótrúlegt að hún hafi fengið þennan sjónvarpsþátt, og þetta er einn besti þátturinn í sjónvarpinu í augnablikinu.”

Matthew McConaughey

Matthew McConaughey mun alltaf muna eftir hlutverki sínu “Walkaway Joe” myndbandi Trisha Yearwood sem risastóru tækifæri. Þetta var algjörlega óvænt fyrir unga leikarann ​​sem var aðeins að reyna að ná endum saman og varð þetta stórt stökk og kom honum á kortið. Síðan hefur hann hitt Trisha nokkrum sinnum og þakkað henni innilega fyrir að gefa honum tækifæri.

Matt LeBlanc

Annar Friends leikari bætist við þennan lista. Áður en hann varð Joey Tribbiani kom Matt LeBlanc fram í fleiri en einu tónlistarmyndbandi. Hann kom fram í “Walk Away” myndbandi Alanis Morisette, í “Miracle” eftir Jon Bon Jovi og í “Into the Great Wide Open” eftir Tom Petty and the Heartbreakers ásamt Johnny Depp.


SHARE