Bjargaði sveltandi hundi af afskekktri eyju

Wesley White var á kajaksiglingu undan strönd Belís þegar hann tók eftir dýri við veiðikofa á afskekktri eyju. Þegar hann sigldi að eyjunni kom ljós að þetta var sveltandi hvolpur.

Hvolpurinn sem var bara skinn og bein var greinilega mjög ánægður að sjá einhvern. Wesley hafði ekki hugmynd um hvernig hundurinn endaði á eyðieyjunni, en hann vissi að hann yrði að bjarga hvolpinum.

En Wesley stóð frammi fyrir áskorun. Hann hefði aðeins 36 klukkustundir þangað til hann átti flug frá Belís.

Um leið og hann kom aftur á hótelið kom fólk til að hjálpa. Hann fékk dósir af hundamat og barþjónninn hringdi í vini til að finna dýralækni. Þegar hann hafði komið hvolpinn til dýralæknins hafði hann aðeins örstuttan tíma til þess að hveðja hundinn áður en hann flaug svo aftur til Bandaríkjana.

En var þetta var ekki í síðasta skipti sem þeir hittust. Sjáið þetta dásamlega myndband af dásamlegu sambandi sem myndaðist á milli hundsins Winston og bjargvætt hans Wesley.

SHARE