Blóði drifinn skólabúningur Malala Yousafzai til sýnis á Friðarsafni Nóbels

Skólabúningurinn sem Malala Yousafzai klæddist í október 2012, þegar skytta á vegum talíbana skaut stúlkuna í höfuðið og særði lífshættulega fyrir það eitt að mæla fyrir menntun stúlkna, verður hluti af heiðurssýningu sem Nóbelssafnið í Osló efnir nú til að tíunda sinni.

Búningurinn, sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar allt frá því að Malala varð fyrir skoti talíbana, verður hluti af heiðurssýningu sem sett er upp til að heiðra Nóbelsverðlaunahafa ársins, þau Malala Yousafzai og Kailash Satyarthi sem bæði hlutu Friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir þrotlausa baráttu beggja gegn kúgun og þrælkun barna annars vegar og hins vegar fyrir auknum rétti allra barna til aukinnar menntunar.

Verður þannig hægt að bera búninginn augum á safni Friðarsafni Nóbels í Osló allt frá klukkan 12 að hádegi, þann 12 desember en sýningin er opin almenningi og er aðgangur ókeypis.

xwduy4qikvcdbrpoljhg

Þetta er skólabúningur Malala sem hún klæddist þegar hún var skotin í höfuðið

Í opinberri yfirlýsingu sem Malala birtir á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar, segir hún jafnframt um þá ákvörðun að varðveita skólabúninginn sem hún klæddist þennan dag:

Skólabúningurinn minn er mér mjög mikilvægur, því alltaf þegar ég fór í skólann klæddist ég búningnum mínum. Daginn sem ég varð fyrir árásinni var ég í þessum skólabúning. Ég var að berjast fyrir þeim rétti mínum að mega ganga í skóla, ég var að berjast fyrir rétti mínum til að hljóta menntun. Með því að klæðast skólabúningnum fannst mér ég vera að segja: „Já, ég er í skóla, ég er að mennta mig, þetta er að gerast.” Þetta er mikilvægur hluti af mínu lífi og nú vil ég sýna börnum og fullorðnu fólki um allan heim hvað átt er við. Það er óskiptur réttur minn og allra barna að hafa aðgengi að menntun. Þann rétt skildi aldrei vanrækja.”

Þó skólabúningurinn orki látlaus, má berlega sjá á mynd að klæðnaðurinn er litaður blóði stúlkunnar sem undirstrikar um leið hversu alvarleg baráttan fyrir menntun stúlkna víðsvegar um veröldina er í raun.

Allar upplýsingar um sýninguna sjálfa má lesa á vefsíðu Nóbelsnefndarinnar

Tengdar greinar:

„Þeir geta skotið líkama minn, en draumana geta þeir ekki skotið“

Tónleikar í Hörpu – Alþjóðlegur dagur flóttabarnsins er í dag

Ísland vermir nú 4 sætið: Velferð mæðra og barna þeirra hrakar lítillega samkvæmt árlegum Mæðrastuðli Save The Children

 

SHARE