
Steinunn Edda og Margrét hjá M.blog verða ásamt bloggvinkonum sínum Þórunni Ívars frá Double Pizzazz og Alexöndru frá Shades of Style með Blogg Bazaar á Austur laugardaginn 2.nóvember á milli kl.12-16. Þær munu selja fötin úr fataskápnum sínum. 150 krónur af hverri seldri flík rennur til Rauða Krossins. Þær hvetja alla til að mæta 1-2 flíkur til að gefa í fatasöfnun Rauða Krossins, allir sem koma með föt í fatasöfnunina eiga kost á vinna flotta vinninga frá Make Up Store, Vila, Vero Moda, Blomdahl og Joe and the Juice. Hvetjum alla til að kíkja í skápana og finna til fatnað sem má missa sig til góðra málefna og kíkja með þær á flottan Bazaar hjá þeim stöllum og fá sér heitt kakó í leiðinni á Austur.
Við hjá Hún.is notum tækifærið og óskum Steinunni Eddu til hamingju með afmælið í dag.