Brad Pitt og Angelina Jolie gengin í hjónaband

Eftir níu ár og 6 börn saman eru þau Brad Pitt og Angelina Jolie gengin í hjónaband. Þau munu hafa gengið í það heilaga í Frakklandi, samkvæmt slúðurritum erlendis.

Brúðkaupið var haldið á laugardag í Château Miraval í þorpinu Correns, en parið er bundið miklu ástfóstri við þetta þorp og eiga eign þar og 1100 hektara vínekru.

Parið hefur verið trúlofað í 2 ár en þá kom Angelina (39) fyrst fram með trúlofunarhringinn sem Brad (50) hannaði fyrir hana.

Börnin þeirra 6 voru auðvitað með þeim á þessari sérstöku stund en Angelina sagði frá því í maí að brúðkaupið þeirra yrði, að öllum líkindum, látlaust og barnvænt.

SHARE