Brak hefur fundist á leitarsvæði í grennd við Titanic

Brak hefur fundist á leitarsvæðinu í grennd við Titanic, samkvæmt US Coast Guard. „Sérfræðingar eru að leggja mat á upplýsingarnar,“ sagði í tilkynningu á Twitter.

Áætlað er að blaðamannafundur til að ræða niðurstöður sérfræðinganna verði kynnt í kvöld.

Brakið fannst með fjarstýrðum leitarkafbát sem búinn er myndavélum og sónar og hefur komist niður á hafsbotninn.

Kafbáturinn Titan hvarf á sunnudaginn 435 mílur út af Nýfundnalandi, Kanada, en báturinn var á leið til að skoða flak Titanic sem hvílir á hafsbotni.

Fimm manns voru um borð: Milljarðamæringurinn Hamish Harding, viðskiptamaðurinn Shahzada Dawood og sonur hans, Suleman Dawood, Stockton Rush og stjórnandi kafbátarins Paul-Henri Nargeolet.

Mikil leit hefur verið í gangi síðan kafbáturinn hvarf af radar og talið er víst að súrefni sé búið um borð í bátnum.

SHARE