Brúðkaupsafmæli og merking hvers árs

Ég og maðurinn minn eigum brúðkaupsafmæli þann 20. október. Eftir að hafa pantað borð á veitingarstað til að fagna þessum dásamlegu fjórum árum sem við höfum verið gift fórum við að velta fyrir okkur hvað fjögra ára brúðkaupsafmæli merkir. Og viti menn við eigum „Blóma- og ávaxtabrúðkaupsafmæli“. Nú er stefnan tekin ótrauð á „Atóm- eða Gimsteinabrúðkaupafmælið“

Hér er listi sem gaman er að halda upp á svo hægt er að hafa hlutina á hreinu á ári hverju.

 • 1 ára – Pappírsbrúðkaup
 • 2 ára – Bómullarbrúðkaup
 • 3 ára – Leðurbrúðkaup
 • 4 ára – Blóma- og ávaxtabrúðkaup
 • 5 ára – Trébrúðkaup
 • 6 ára – Sykurbrúðkaup
 • 7 ára – Ullarbrúðkaup
 • 8 ára – Bronsbrúðkaup
 • 9 ára – Leir- eða Pílubrúðkaup
 • 10 ára – Tinbrúðkaup
 • 11 ára – Stálbrúðkaup
 • 12 ára – Silkibrúðkaup
 • 12 og hálft ár – Koparbrúðkaup
 • 13 ára – Knipplingabrúðkaup
 • 14 ára – Fílabeinsbrúðkaup
 • 15 ára – Kristalbrúðkaup
 • 20 ára – Postulínsbrúðkaup
 • 25 ára – Silfurbrúðkaup
 • 30 ára – Perlubrúðkaup
 • 35 ára – Kóralbrúðkaup
 • 40 ára – Rúbínbrúðkaup
 • 45 ára – Safírbrúðkaup
 • 50 ára – Gullbrúðkaup
 • 55 ára – Smaragðsbrúðkaup
 • 60 ára – Demantsbrúðkaup
 • 65 ára – Króndemantabrúðkaup
 • 70 ára – Járn- eða Platínubrúðkaup
 • 75 ára – Atóm- eða Gimsteinabrúðkaup

Heimild: Wikipedia

SHARE