Christine McVie meðlimur Fleetwood Mac er látin

Tónlistarkonan Christine McVie sem var meðlimur í hljómsveitinni Fleetwood Mac, er látin. Hún var 79 ára. 

Fjölskylda McVie, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagði að McVie hafi látist á spítala í dag, eftir skammvinn veikindi.

„Við biðjum ykkur að virða friðhelgi fjölskyldunnar á þessum sársaukafullu tímum og biðjum alla að hafa Christine í hjarta sér og minnast lífs þessarar ótrúlegu manneskju og tónlistarkonu sem var dáð um allan heim. Hvíl í friði, Christine McVie,“ segir í tilkynningunni. 

McVie var einn aðalsöngvara sveitarinnar og lék einnig á hljómborð.

McVie var tekin inn í heiðurshöll rokkara í Bandaríkjunum (Rock and Roll Hall of Fame) árið 1998, sem meðlimur í Fleetwood Mac.

SHARE