Dansari Nicki Minaj var bitinn af snáki á æfingum fyrir MTV VMA

MTV VMA eða myndbandsverðlaun MTV fara fram í kvöld og hefur undirbúningur verið í fullum gangi síðustu daga.

Á föstudaginn varð þó uppi fótur og fit þegar söngkonan Nicki Minaj var að æfa atriðið sitt fyrir kvöldið þegar snákur sem átti að vera með í atriðinu skreið upp fótinn á einum dansaranum og beit hann. Nicki og öðrum dönsurum var mjög brugðið þegar atvikið átti sér stað en þau voru að æfa flutning á nýjasta lagi Nicki sem ber nafnið Anaconda.

Snákurinn var veiddur upp í lokað box og fjarlægður af sviðinu en ekki er enn ljóst hvort að hann fái að taka þátt í kvöld þegar verðlaunaafhendinginn fer fram í beinni útsendingu.

Snákurinn er svo kallaður Boa Constrictor spýtir ekki eitri úr sér þegar hann bítur en hann getur smitað með sér bakteríur sem leiða oft til þess að fólk eða dýr fái sýkingu.

 

SHARE