Dásamlegar uglur í dulbúningi

Uglan er tákn visku og fróðleiks. Það er ekki að ástæðulausu sem þær fá oft að prýða bækur, bókaforlög eða bókasöfn sem tákn fyrir lestur og kunnáttu. Uglurnar eru einfaldlega æðstustrumparnir í skóginum, allavega á meðal fugla.

Á nóttunni vakir uglan og gefur frá sér hin dulmögnuðu hljóð sem við þekkjum úr kvikmyndunum. Hún hefur hægt um sig og vakir yfir umhverfinu, spök á svip.

Uglur hafa lengi lifað af sem kynstofn og þróað með sér aðlögunarhæfni til að bráðna betur inn í umhverfið. Til eru fjölmargar tegundir af uglum en hún fer létt með að fela sig í trjám eða í snjó þar sem litarhaft hennar samræmist umhverfinu þannig að hún verður nær ósýnileg öðrum rándýrum.

Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum. Brandugla er eina uglutegundin sem verpir hér á landi að staðaldri en snæugla er flækingsfugl sem verpir þó stundum á Íslandi segir á Vísindavefnum. Íslenska snjóuglan kemur einmitt við sögu í kvikmyndinn Ace Ventura -Pet detective með Jim Carrey.

Hér er samansafn af fallegum ljósmyndum af uglum víðs vegar um heiminn.

Geturðu komið auga á allar uglurnar á myndunum?

1

 

2

 

3

 

4

 

5

 

6

 

7

 

8

 

9

 

10

 

11

 

12

 

13

 

14

 

15

 

16

SHARE