DMX (rapparinn) rekur upp sópranöskur af hræðslu – Myndband

Hann er harðasti naglinn í bransanum og lyftir aldrei brún. Aldrei. Óhagganlegur, myndarlegur og ferlega hrár yfirlitum. 

En tivolítæki … virðast laða fram okkar innra barn. Hleypa af stað adrenalíninu. Setja allt á annan endann innra með okkur.

Hvernig manninum datt til hugar að setjast upp í þetta hryllilega tæki, svellkaldur og yfirvegaður, smeygja yfir sig öryggisbúnaðinum og þjóta upp í loftið eins og örvinglað ungabarn – æpandi og másandi – er okkur hér á ritstjórn ofviða að skilja.

Þetta er hrikalega fyndið!  

http://youtu.be/EC2iyoRzAzM

 

 

SHARE