Dolly Parton uppfyllir seinustu ósk aðdáanda síns

LeGrand Gold hefur barist við krabbamein í tvö ár og fékk svo fréttir um að krabbameinið væri búið að dreifa sér og hann myndi ekki lifa af. LeGrand ákvað að skrifa niður 10 atriði sem hann langaði að gera fyrir andlátið og eitt af þessum atriðum var að hitta Dolly Parton. Hann fékk að hitta Dolly, í gegnum myndsímtal og það gerði svo mikið fyrir hann. Þið verðið eiginlega bara að horfa á þetta til að skilja hvað þetta er fallegt.


SHARE