Dóttir Uma Thurman heitir 7 nöfnum

Uma Thurman fór alla leið þegar hún skírði litlu dóttur sína en hún á hana með seinni eiginmanni sínum Arpad Busson, en fyrir á leikkonan tvö stálpuð börn með Ethan Hawk.

Dóttir þeirra litla heitir hvorki meira né minna en 7 nöfnum ef með eru talin ættarnöfnin hennar tvö sem hún mun nota. Stúlkan heitir Rosalind Arusha Arkadina Altalune Florence Thurman-Busson en fjölskyldan hennar kallar hana bara Luna.

Aðspurð af hverju stúlkan heiti svona mörgum nöfnum svaraði talsmaður Uma því til að hvert og eitt nafn hefði ákveðna sögu og merkingu að baki.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here