Dóttur Madonnu neitað um aðgang að Marc Jacobs sýningu í New York

Lourdes Leon (26), dóttur Madonnu, var meinaður aðgangur að tískusýningu Marc Jacobs, sem haldin var í Manhattan á fimmtudagskvöld.

Lourdes var stoppuð af stórum öryggisvörðum sem sögðu að hún væri of sein á svæðið, þegar hún mætti í Park Avenue Armory. Hún mætti víst á slaginu 18, en sýningin átti að hefjast kl 18.

 

Þessi höfnun fór alveg sérstaklega illa í Lourdes því hún var andlit Marc Jacobs í vorherferð þeirra 2021.

Eftir að hafa nauðað í öryggisvörðunum var Lourdes og manninum sem var með henni sagt að viðburðurinn væri lokaður. Fólk sem varð vitni að þessu byrjaði að kalla: „Hleypið henni inn“ og einn aðili spurði hvort þeir vissu ekki hver hún væri. 

Þetta endaði hinsvegar með því að þau þurftu frá að hverfa því öryggisvörðunum varð ekki haggað.

Sjá einnig:

SHARE