Eiginkona Robbie Williams segir kynlíf þeirra hjóna alveg dautt – kennir börnunum meðal annars um

Eiginkona Robbie Williams, Ayda Field, segir að kynlíf þeirra sé „alveg dautt“ og kennir börnum þeirra fjórum um og hrotur söngvarans. Ayda grínaðist með að þau væru betur sett með að sofa í sitthvoru lagi og nota rúmið sem borðtennisborð.

Hin 43 ára Ayda sagði: „Ég man reyndar ekki eftir því hvenær ég fór síðast á sama tíma í háttinn með Rob. „Þegar það var rómantík, þegar það gerðist, já, höfðum við mikla löngun fyrir þessari líkamlegu nánd. „En núna er þetta alveg dautt. Þessu hefur verið eytt af fjórum börnum. Það er í raun engin þörf á að fara að sofa á sama tíma. Þetta er bara sameiginlegt vinnurými núna. „Ég gæti allt eins búið um rúmið eins og borðtennisborð og við gætum bara spilað annað slagið. Og endað útí sitthvorru horninu til að sofa.”

Ayda giftist hinum 48 ára Robbie árið 2010 – bætti við : „Rob er byrjaður að hrjóta, sem gerðist ekki áður fyrr. „Ég þarf stundum að sparka í hann og ýta. Stundum virkar það í smá stund en svo byrjar það strax aftur. „Það er því ekki mikið um svefn og svo bíða þín börnin á morgnana. „Ég á vinkonur sem segja: „Sofðu bara í öðru herbergi“. En ég hugsa þá: „Guð, þá erum við opinberlega bara herbergisfélagar. Við gætum alveg eins verið bróðir og systir“.

SHARE