Ben Affleck afgreiðir á Dunkin’ Donuts

Leikarinn Ben Affleck kom viðskiptavinum á Dunkin’ Donuts í Massachusetts á óvart með því að bjóða þeim upp á kaffi og kleinuhringi í bílalúgunni. Eiginkona hans, Jennifer Lopez, sást líka á staðnum.

„Hann var ótrúlega fyndinn og skemmtilegur,“ sagði Lisa Mackay í samtali við NBC10 Boston. Hún sagðist hafa skrifað undir eyðublað þess efnis að það mætti taka upp viðskipti hennar og Ben og nota í auglýsingu. Sumir hafa jafnvel giskað á að auglýsingarnar birtist á Super Bowl.

Ben, sem sjálfur kemur frá Massachusetts, er aðdáandi Dunkin’ og hefur oft verið myndaður með bolla frá þeim. Það vakti sérstaka athygli árið 2020 þegar myndir náðust af því þegar Ben var að reyna að koma drykkjum og fleira inn heima hjá sér en var í miklu basli með það.

Sjá einnig:

SHARE