Fimmtán fáránlega fyndnar fyrirsagnir á prenti

Ritun fyrirsagna er ákveðin kúnst. Ritun vel heppnaðra, hnyttinna og lýsandi fyrirsagna getur verið enn meiri kúnst, sér í lagi ef blaðamaðurinn er að glíma við tímaskort í starfi.

Stundum er tímaskorti um að kenna, öðrum stundum skorti á hugarflugi og í einhverjum tilfellum er hreinlega um klaufaskap að ræða.

Hér hafa blaðamenn ýmist misst tökin á þeirri lymsku kúnst að rita lýsandi fyrirsögn … nú, nema orsökin sé einfaldlega sú að viðkomandi hafði brunnið inni á tíma og hafði ekki svigrúm til að setja upp betri texta.

Alríkislögreglan gerir áhlaup á skotvopnaverslun; finnur byssur í búðinni. 

image0026

Fórnarlömb morða ræða afar sjaldan við lögreglu …. 

image0035

Pöddur sem fljúga um með vængi eru fljúgandi pöddur …. 

image0045

Brýr hjálpa fólki að ferðast yfir stöðuvötn … 

image0055

Maður handtekinn átta sinnum undir áhrifum við akstur; kennir áfengisvanda um 

image0105

17 enn látnir eftir skotárás í líkhúsi

image0114

Vinnuflokkur finnur líkkistur við niðurrif grafhýsis

image0144

Spítalar grípa til þess að ráða lækna 

image0163

Foreldrar halda börnum heima fyrir til að mótmæla lokun skóla

image0173

Tölfræðilegar rannsóknir sýna að þungun táningsstúlkna lækkar talsvert eftir 25 ára aldurinn

image0183

+

Heimilislausir lifa af veturinn: Hvað nú? 

image0192

Rannsóknir sýna að reglubundið kynlíf eykur líkur á þungun 

image0212

Rakarakvartett glæðir skóla heyrnleysingja gleði með söng sínum 

image0222

Díana var enn á lífi mörgum klukkustundum áður en hún dó …. 

image0232

Borgarstarfsmenn óvissir um hvers vegna ræsin lykta 

image0242

SHARE